Reyktur silungur með rauðlauk, capers & steinseljuPrenta

Fljótlegur & frábær smáréttur

Þessi réttur er einn af mínum uppáhalds. Hann er ótrúlega einfaldur í framkvæmd, en alveg dásamlegur á bragðið. Hann hentar vel sem forréttur eða á hlaðborð, jafnvel með smá rjómaosti eða sýrðum rjóma. Hér skiptir mestu að vera með góðan fisk. Reyktur silungur finnst mér passa best við hérna, en vel hægt að nota lax.

Hráefni
Reyktur silungur/lax
Capers
1/2 – 1 rauðlaukur, smátt skorinn
Ólífuolía
Sítróna
Steinselja, söxuð
Salt og pipar

Aðferð: Skerið fiskinn í þunnar sneiðar og raðið á disk. Dreifið rauðlauknum yfir fiskinn og því næst capers. Hellið smá ólífuolíu yfir. Kreistið smá sítrónu yfir fiskinn. Endið á að dreifa steinselju yfir allt. Berið fram með sítrónusneiðum og jafnvel rjómaosti/sýrðum rjóma.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *