Fljótleg panna cotta

Home / Eftirréttir & ís / Fljótleg panna cotta

Panna Cotta er einn af þessum eftirréttum sem virðist alltaf hitta í mark og í algjöru uppáhaldi. Frosinn vanillubúðingur með hindberjasósu heillar alla sem á vegi hans verða. Tilvalinn í fínt matarboð eða yfir hátíðirnar og svo dásamlega einfaldur. Prufið og njótið!

Panna cotta með hindberjasósu (ca. 10 stk)
4 dl rjómi
2 1/2 dl kaffirjómi
150 gr. sykur
1 stöng vanilla
5 blöð matarlím
Aðferð: Leggið matarlím í bleyti í kalt vatn, í 5-10 mín.Setjið rjóma, kaffirjóma og sykur í ipott. Kljúfið vanillustöng skafið fræin innanúr og setjið í pottinn. Hitið við vægan hita að suðu.Takið pottinn af hellunni áður en suðankemur upp. Kreistið vatnið úr matarlíminu, setjið það út í pottinn og hrærið þar tilþað er uppleyst. Setjið í form og frystið.
Ath. best er að nota sílicon form. Gott er að láta hana standa í nokkrar mínútur áður en hún er borin fram.

Hindberjasósa
150 gr hindber
50 gr. sykur.
Aðferð: Setjið hindber í matvinnsluvél og maukið vel. Setjið maukið í pott ásamt sykri og hitið við vægan hita. Hrærið í poottinum þar til sykurinn er uppleystur. Setjið í ílát og kælið.
Mér finnst gott að tvöfalda þessa uppskrift og eiga nóg af sósu.

Einfalt, fljótlegt og útúrþessumheimigott, njótið!!!!

Leave your comment to Cancel Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.