Brjálæðislega gott bananabrauð

Home / Brauð & samlokur / Brjálæðislega gott bananabrauð

Bara ef þið gætuð fundið ilminn hjá mér núna, jafnvel komið í smakk… Þessi bananabrauð falla algerlega undir “must do” flokkinn. Einföld, dásamleg, stökk að utan og mjúk að innan. Hér er allt eins og það á að vera. Verði ykkur að góðu og hlakka til að heyra hvernig ykkur líkar.

Bjálæðislega bananabrauðið
Skál 1
2 bollar hveiti
1/2 bolli sykur
1/2 bolli gróflega saxaðar valhnetur
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
Blandið öllu saman og setjið til hliðar.

Skál 2
3 bananar, kramdir í skál með t.d. skeið (ekki alveg í mauk)
Bætið útí skálina
2 stór egg, þeytt
6 msk smjör, brætt
1 tsk vanilla
1/4 bolli mjólk

Aðferð

  1. Hellið skál 2 í skál 1 og blandið varlega saman.
  2. Smyrjið 2 lítil álform (eða 1 stórt form) með olíu og stráið smá hveiti yfir
  3. Hellið deiginu í formin og látið í 180°c heitan ofn í 40-50 mínútur eða þar til skorpan er orðið gullin.
  4. Drífið ykkur að borða brauðið áður en aðrir komast í það..ommmnommmnommm

Leave your comment to Cancel Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.