Naanbrauð Þórunnar Lárus

Home / Brauð & samlokur / Naanbrauð Þórunnar Lárus

Uppskriftin að þessu brauði birtist í Gestgjafanum fyrir ansi mörgum árum síðan. Ég man enn þegar ég fékk þetta blað. Lárusdætur voru með dásamlega veislu og greinilega algjörir snillingar í eldhúsinu. Brauðið stendur ávallt fyrir sínu og er með betri naan brauðum sem ég hef gert. Þau eru hinsvegar frábrugðin hinum hefðbundnu naan brauðum að því leytinu að þessi eru höfð aðeins þykkari. Hægt er að hafa þau smá, en mér finnst kósý að hafa þau aðeins stærri og láta hvern rífa sinn hluta af brauðinu.

Naanbrauð Þórunnar Lárusdóttur
1 ½ tsk. þurrger
1 tsk. salt
1 tsk. sykur
1 tsk. lyftiduft
3 bollar hveiti
1 ½ dl. mjólk
2 msk. olía
1 egg
4 msk. hrein jógúrt eða sýrður rjómi

Hvítlaukssmjör
200 gr. smjör
1 msk. hvítlaukur, fínt saxaður eða pressaður
1 msk. pestó
1 tsk. dijon sinnep
1 msk. söxuð steinselja

Aðferð naanbrauð
Hitið mjólkina (þannig að hún sé aðeins meira en volg)og leysið gerið upp í henni. Blandið saman þurrefnum, mjólkinni með gerinu, oliunni, egginu og jógúrtinni (gott er að hafa jógúrt við stofuhita). Hnoðið vel og látið lyfta sér í 30 mín. Mótið brauðin og látið lyfta sér aftur í 15 mín. Skerið rákir í deigið og penslið hvítlaukssmjörinu á. Grillið ofarlega í ofni í 2 – 3 mín. hvoru megin og berið fram volg.

Aðferð hvítlaukssmjör
Hrærið allt vel saman. Smjörið geymist vel og er því hægt að nota það með öðru þótt ekki sé notaður nema lítill hluti af því á þessa uppskrift.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.