Dillandi DillpoppPrenta

Öðruvísi heillar mig klárlega í matargerð og stundum leiðir það til þess að maður smakkar eitthvað sem maður ætti alls ekki að hafa smakkað. Það á hinsvegar ekki við í þessu tilfelli, þetta er hrikalega skemmtileg útgáfa á poppi og ég mana ykkur að prufa. Hentar vel sem frábær og öðruvísi forforréttur nú eða bara sem kvöldsnarl.


Dillandi Dillpopp
1/3 bolli poppmaís
1 1/2 msk grænmetisolía
1 kúfull skeið dill, fínt saxað (hægt að nota þurrkað, en minna bragð af því)
1 1/2 skeið hvítlaukssalt
1 tsk salt
2 msk smjör, bráðið

Aðferð

  1. Látið olíuna í pott. Stillið á háan hita og látið 2 baunir útí. Bíðið þar til baunirnar hafa poppast, lækkið hitann örlítið og látið þá afganginn af baununum útí. Hristið aðeins pottinn meðan baunirnar eru að poppast.
  2. Setjið poppið því næst í skál og dreifið smjörinu yfir.
  3. Hristið poppið, látið smjörið fara yfir allt og hellið kryddinu yfir. Bætið salti við eftir þörfum nú eða takið þetta alla leið og skellið smá fínrifnum parmesan útí og smá svörtum pipar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *