Himnesk humarpitsa

Home / Fljótlegt / Himnesk humarpitsa

Eru þið tilbúin fyrir eina af bestu pitsu sem þið hafið á ævinni bragðað? Þessi humarpitsa er algjörlega himnesk og fékk hæstu einkunn hjá öllum fjölskyldumeðlimum. Það tekur stutta stund að útbúa hana, hún er einföld og öll hráefnin passa einstaklega vel saman. Þið getið keypt tilbúinn botn ef þið viljið flýta enn frekar fyrir, en þessi botn er gómsætur. Útkoman er pitsa með stökkum botni, hvítlauksristuðum humri og mjúkum mozzarellaosti..namm!

Himnesk humarpitsa
pitsudeig, uppskrift neðar
5-600 g skelflettur humar
smjör
1 -2 hvítlauksrif, saxað
1 krukka rautt pestó
mozzarellaostur, rifinn í pokum
kirsuberjatómatar
kál
hvítlauksolía
parmesan

Pitsabotn
6 dl spelt
2 msk vínsteinslyftiduft
salt
pitsakrydd eða oregano
4 msk ólífuolía
vatn
Öllu blandað saman. Deiginu er skipt í tvennt og flatt út í 2 þunna botna.

Aðferð

  1. Smyrjið pestó á pitsabotnana og dreifið yfir þá mozzarellaosti. Setjið inní 200°C heitan ofn í um 5-10 mínútur eða þar til botninn er fulleldaður og osturinn gylltur.
  2. Bræðið smjör á pönnu og bætið hvítlauk út í. Steikið humarinn uppúr blöndunni.
  3. Raðið síðan á pitsabotninn humri, tómötum og káli. Endið á að dreifa yfir hana hvítlauksolíu og rifnum parmesan.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.