Kjúklingur með tómötum og mozzarella

Home / Fljótlegt / Kjúklingur með tómötum og mozzarella

Hér kemur uppskrift að kjúklingarétti sem ég gerði úr því sem var til í ísskápnum í þetta sinn. Ég bar hann fram með ofnelduðum sætkartöflum og döðlum ásamt klettasalati. Eg bjó til brauðmylsnu með því að rista 2 brauðsneiðar og setti þær í matvinnsluvél, en þið getið að sjálfsögðu keypt tilbúna út í búð. Voða ljúft, gott og einfalt.

2012-12-19 18.31.25
Kjúklingur með tómötum og mozzarella
2 kjúklingabringur
salt og pipar
ólífuolía
1 bolli hveiti
brauðmylsnur
1-2 egg, pískuð
1 kúla ferskur mozzarella
2 tómatar
1-2 sætar kartöflur
döðlur

Aðferð

  1. Skerið kartöfluna niður í teninga og döðlur í tvennt. Látið í ofnfast mót og hellið ólífuolíu út í. Blandið vel saman. Látið í 175° heitan ofn.
  2. Látið hveitið á disk, brauðmylsnurnar á annan og pískuðu eggin í skál.
  3. Berjið kjúklingabringurnar þannig að þær fletjist aðeins út og séu um 1 cm á þykkt. Þerrið og saltið og piprið bringurnar á báðum hliðum.
  4. Leggið kjúklingabringuna í hveitið og hyljið alla bringuna með hveitinu. Dýfið henni því næst í eggin og endið á að dýfa honum í brauðmylnsluna og maka brauðmylslunni vel á kjúklinginn.
  5. Látið olíu á pönnu og hitið. Setjið bringurnar á pönnuna og steikið í um 3 mínútur á hvorri hlið.
  6. Látið yfir kjúklinginn tómata og mozzarellaost. Hrærið í sætu kartöflunum og látið svo kjúklinginn í ofnfasta mótið hjá þeim. Eldið í um 20-30 mínútur eða þar kjúklingurinn er fulleldaður.

Sætu kartöflurnar fara inní ofn á undan enda þurfa þær dágóðan tíma inní ofní áður en þær eru tilbúnar. Spörum okkur uppvaskið með því að láta kjúklinginn mótið með kartöflunum.

Leave your comment to Cancel Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.