Gulrótarkaka með kókos & ananaskurli

Home / Kökur & smákökur / Gulrótarkaka með kókos & ananaskurli

Gulrótakaka, ójá við elskum hana öll og það ekki að ástæðulausu. Uppskriftin að þessari gulrótarköku er svo líka sérstaklega góð.  Kakan er einstaklega mjúk og bragðgóð og kókosinn og ananaskurlið gera það að verkum að hún er jafnframt fersk á bragðið. Svo er kremið svo sjúklega gott að það er auðveldlega hægt að tvöfalda uppskriftina og borða það síðan beint upp úr skálinni. Semsagt hin fullkomna kaka hér á ferð, sem bíður bara eftir að verða bökuð!

2013-01-12 12.19.09-2

2013-01-12 13.16.55-2
Gulrótarkaka með kókos & ananaskurli
2 bollar hveiti
1 tsk lyftiduft
2 tsk kanill
1/2 tsk salt
1 bolli grænmetisolía
1 3/4 bolli sykur
3 egg, við stofuhita
2 tsk vanilludropar
2 bolli rifnar gulrætur
1 lítil dós ananaskurl ásamt safa (227g)
1 bolli pekan hnetur, ristaðar og gróflega saxaðar
3/4 bolli kókosmjöl

Aðferð

  1. Hitið ofninn á 175°C. Smyrjið og sigtið smá af hveiti á kökuformið.
  2. Blandið saman í skál hveiti, lyftidufti, kanil og salti. Takið til hliðar.
  3. Hrærið við meðalhraða saman olíu og sykri. Bætið eggjunum útí, einu í einu, þar til blandan er orðin þykk eða í um 2 mínútur. Hrærið vanilludropunum út í.
  4. Bætið þurrefnunum út í og hrærið vel saman.
  5. Bætið að lokum saman við gulrótum, ananaskurli og safa, hnetunum og kókosmjölinu og hrærið lítillega.
  6. Látið deigið í formið og bakið í um 40-50 mínútur eða þar til kakan er orðin gullin og smá sprunga hefur myndast í skorpuna. Þið getið stungið pinna í kökuna og séð þannig hvort hún sé tilbúin.
  7. Takið kökuna úr ofninum og látið kólna aðeins áður en hún er tekin úr forminu.
  8. Látið kremið á kökuna þegar hún hefur kólnað.

Krem
Það er gott að byrja á kreminu þar sem það má gjarnan standa í smá tíma í ísskápnum svo það nái að stífna upp.
250 gr rjómaostur
3 matskeiðar smjör
1 1/2 tsk vanilludropar
2 bollar flórsykur

Aðferð

  1. Hrærið saman rjómaosti og smjöri þar til blandan er orðin létt og ljós, í um 3 mínútur.
  2. Bætið vanillunni út í og hrærið vel.
  3. Bætið sykrinum varlega út í og hrærið vel saman.
  4. Hyljið með plastfilmu og látið í ísskáp í smá stund til að kremið þykkni.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.