Beyglubomba fyllt með rjómaosti og vorlauk

Home / Brauð & samlokur / Beyglubomba fyllt með rjómaosti og vorlauk

Nei nú skulu þið halda ykkur..þessar eru roooooosalegar. Ég er að reyna að finna það út hvernig ég get lýst þeim nógsamlega þannig að þið skellið ykkur inn í eldhús og búið þessar ótrúlegu beyglubombur til. En ég get það ekki því orð eru einfaldlega lítilvæg í þessu samhengi. Treystið mér bara, fyrsti bitinn segir allt sem segja þarf!!!

Ég hafði virkilega gaman af því að gera þessa uppskrift og það áður en ég vissi hversu ótrúlega bragðgóðar og dásamlegar þær eru. Eina sem ég þarf að minnast á er að fyllingin þarf að vera í frysti í rúma klukkustund, en á meðan eru þið hvort eð er að búa til deigið og láta það hefast. Ekkert mál, bara gott og gaman og truflað gott!

2013-01-20 14.34.52

2013-01-20 11.13.262013-01-20 11.20.382013-01-20 13.29.262013-01-20 13.34.202013-01-20 13.38.542013-01-20 14.15.232013-01-20 14.18.37

Beyglubomba fyllt með rjómaosti og vorlauk
Gera 8 stk
fy
lling
250 g rjómaostur
1 búnt vorlaukur, skorinn þunnt
1 tsk sykur
1/2 tsk salt

deigið
225 g hveiti
1/2 tsk þurrger
1 tsk salt
185 ml volgt vatn, við stofuhita (varist að hafa það of heitt)
olía

Beyglumixið
Hér er allt í góðu þó þið eigið ekki allar tegundir af fræjum, notið það sem þið eigið
1 msk sesamfræ
2 tsk svört sesamfræ
2 tsk birkifræ
1 tsk mulinn steiktur laukur
1/2 tsk laukduft
1/4 tsk hvítlauksduft
1 egg, til penslunar

Aðferð

  1. Látið rjómaostinn í hrærivélaskál og hrærið þar til hann er orðinn mjúkur og loftkenndur. Bætið þá vorlauknum, sykri og salti út í og blandið varlega saman með sleif. Smakkið til.
  2. Mótið 8 kúlur úr rjómaostinum og frystið í 1-3 klukkustundir.
  3. Nú gerum við deigið og byrjum á því að hræra saman hveiti, salti og þurrgeri. Bætum vatninu út í og hrærum áfram eða í um 1 mínútu.
  4. Skiptið yfir í hnoðara á hrærivélinni og hnoðið í um 3 mínútur á minnsta mögulega hraða. Bætið örlítið af hveiti út í og hnoðið áfram í um 4 mínútur. Deigið á vera eins og  bolti í laginu.
  5. Penslið skál með olíu og látið deigið í skálina. Látið plastfilmu yfir skálina og látið hefast í um 45 mínútur við stofuhita.
  6. Gerið á meðan beyglublönduna með því að blanda saman salti, sesamfræum, birkifræum, steiktum lauk, laukdufti og hvítlauksdufti.
  7. Hitið ofninn á 180°c.
  8. Leggið deigið á hveitistráð borð og hnoðið lítillega. Skiptið deiginu í 8 hluta og fletjið hvern bita í hring, passið að hann sé samt ekki of þunnur.
  9. Látið frosinn rjómaostinn í miðjuna á deiginu og lokið síðan deiginu alveg.
  10. Látið beyglurnar á ofnplötu með smjörpappír.
  11. Penslið með pískuðu eggi og dreifið síðan vel af beyglumixinu yfir.
  12. Bakið í um 20-30 mínútur eða þar til beyglurnar eru orðnar gylltar og rjómaosturinn er farinn að leka lítillega út.
  13. Borðið þær volgar og njótið!

Beyglurnar er tilvalið að geyma í frysti og hita í ofni ef gesti ber að garði. Ykkur er óhætt að tvöfalda uppskriftina strax, þessar rjúka út!

Leave your comment to Cancel Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.