Grillaðar lambalærissneiðar með tómatsmjöri

Home / Kjöt / Grillaðar lambalærissneiðar með tómatsmjöri

Þessi ljúffenga uppskrift kemur úr smiðju Úlfars Finnbjörnssonar matreiðslumeistara og birtist í júlí tölublaði Gestgjafans.

Ég rakst á hana fyrir tilviljun og á meðan ég las og skoðaði girnilegu myndirnar sem með uppskriftinni fylgdu fann ég þráhyggjuna ná yfirhöndinni. Nokkrum dögum gat ég ekki meir, ég varð að fá lambalærissneiðar með tómatsmjöri ekki seinna en núna!

Ég get óhikað mælt með þessari máltíð. Kjötið var dásamlegt, bragðgott, tómatsmjörið gerði þetta örlítið sumarlegt og það skemmir sko ekki fyrir að drekka gott rauðvín með.

2013-01-14 16.42.09-5Lambakjöt á diskinn minn!

2013-01-14 18.47.45-4Já takk & skál!

Grillaðar lambalærissneiðar með tómatsmjöri
8 lambalærissneiðar
3 msk. olía
1-1 ½ tsk. chili-flögur (smakkið til)
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1 tsk. kummin, steytt
1 tsk. paprikuduft

Aðferð

  1. Raðið lærissneiðum í ofnskúffu.
  2. Blandið saman olíu og kryddi og penslið sneiðarnar á báðum hliðum með blöndunni.
  3. Grillið á meðalheitu grilli í 3-4 mín. á hvorri hlið.
  4. Berið fram með tómatsmjörinu og t.d. grilluðu grænmeti, salati og kartöflum.

Tómatsmjör
250 g mjúkt smjör
1 dl sólþurrkaðir tómatar
1 tsk. tómatmauk
1 tsk. tímían
1-2 hvítlauksgeirar
1 tsk. nýmalaður pipar
2 msk. balsamedik

Aðferð
Setjið allt í matvinnsluvél og maukið vel. Setjið smjörið á álpappír, mótið rúllu og frystið.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.