Franskar í lit

Home / Meðlæti / Franskar í lit

Ommnommnomm þessar eru í miklu uppáhaldi á heimilinu þessa dagana. Ég hef í nokkurn tíma verið með algjört æði fyrir sætum kartöflum, en drengirnir mínir hafa ekki verið að samþykkja þær. Það er hinsvegar liðin tíð, þar sem þeir elska þessar. Ofureinfaldar en svo snilldar góðar á bragðið. Stökkar að utan en mjúkar að innan og algjört gúmmelaði!

2013-01-26 19.31.18Þetta eru alvöru frönsur!

Franskar í lit
2-3  sætar kartöflur
Olífuolía
sterkja (t.d. hveiti eða maizenamjöl)

Aðferð

  1. Forhitið ofninn á 220°c.
  2. Skerið kartöflurnar niður í meðalþykkt, ekki og þunnar, ekki of þykkar.
  3. Látið kartöflurnar liggja í bleyti í 30 mín, þeas ef þið hafið tíma í það.
  4. Látið 2 msk af sterkju í plastpoka og látið handfylli af kartöflum í pokann, lokið pokanum og hristið saman sterkjuna og kartöflurnar. Endurtakið þar til allar kartöflurnar eru húðaðar með sterkju. Setjið á ofnplötu.
  5. Hellið um 3 msk (eða meira) af olíu yfir kartöflurnar. Hér gildir því meiri olía því stökkari verða kartöflurnar. Hrærið aðeins í kartöflunum þannig að olían fari á þær allar.
  6. Varist að ofhlaða kartöflur á ofnplötuna. Hafið bil á milli þeirra, annars verða þær ekki stökkar.
  7. Eldið í um 15 – 20 mínútur. Eða þar til þær eru fulleldaðar og stökkar.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.