Vatnsdeigsbollur með hindberjarjóma

Home / Eftirréttir & ís / Vatnsdeigsbollur með hindberjarjóma

Bolludagurinn er í miklu uppáhaldi hjá mér og mínum. Það er hinsvegar einfalt að klúðra þessum bakstri og því kem ég hér með uppskrift sem ætti ekki að klikka og er virkilega góð.

2013-02-09 14.12.14

2013-02-09 13.04.49Vatnsdeigbollur með hindberjarjóma
12 stk
80 g. smjörlíki
2 dl. vatn
100 gr. hveiti
hnífsoddur salt
2-3 egg (ég nota yfirleitt 2)

Aðferð

  1. Setjið smjörlíki og vatn í pott og hitið þar til smjörlíkið hefur bráðnað.
  2. Hrærið hveitið út í með sleif þar til það hefur blandast vel saman. Bætið saltinu saman við. Takið af hellunni og látið standa í um 15 mínútur og kólna aðeins.
  3. Þeytið eggin. Takið til hliðar.
  4. Látið deigið í hrærivélaskál og hrærið þeyttu eggjunum saman við en athugið bara smá og smá af þeim í einu. Það er ekki víst að þið þurfið að nota öll eggin, það fer eftir stærð eggjanna. Hafið hrærivélina á lágum hraða og fylgist vel með þykktinni á deiginu og passið að það haldist stíft. Ef það verður of lint er deigið ónýtt.
  5. Notið skeiðar eða sprautu til að mynda bollur sem fara á ofnplötu með smjörpappír. Einnig er hægt að nota nestispoka. Þá látið þið pokann í glas, látið deigið í pokann og klippið svo smá gat á hornið á pokanum og sprautið deiginu á ofnplötuna.
  6. Sett inn í 200°c heitan ofn og bakað í um 20-30 mínútur. Varist að opna ofninn meðan þær eru að bakast því þá falla þær saman. Bollurnar eru tilbúnar þegar þær eru orðnar gylltar og stökkar.
  7. Skreytið bollurnar að eigin vali. Hér eru bollurnar með hvítu súkkulaði (bræddu í vatnsbaði) og hindberjarjóma.

Hindberjarjómi
1 pakki frosin hindber
3-5 msk flórsykur
4 dl rjómi

Aðferð

  1. Þýðið berin í sigti og blandið flórsykur saman við og smakkið til.
  2. Merjið berin með gafli.
  3. Þeytið rjómann og blandið berunum varlega saman við með sleif.
  4. Látið strax á bollurnar.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.