Pina Colada smoothie í grænni útgáfuPrenta

Þessi er tileinkaður okkur sem elskum sólina, sumarið og óskum þess stundum að við gætum fengið okkur eins og einn pina colada með góðri samvisku áður en við byrjum daginn af alvöru.

…og nú er komið að því. Á morgun mun ég vakna og byrja daginn með þessum, nýja æðinu mínu, pina colada le green! Frábær smoothie og klárlega sá allra besti sem ég hef bragðað hingað til.

Það er aldrei að vita nema ég geri einhverntímann föstudagsútgáfu af þessum dásemdar drykk, en þangað til dugar þessi og vel það. Dagurinn gæti ekki byrjað betur!

2013-02-12 16.36.08-2

2013-02-12 16.29.06

Pina colada í grænni útgáfu
1 dós kókosmjólk
1 banani
500 g frosinn ananas
2 lúkur spínat

Aðferð

  1. Hráefni látin í blandara og blandað á lágri stillingu til að byrja með sem er síðan aukin þar til allt hefur blandast vel saman.
  2. Hellið í glas og njótið.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *