Samlokan með kjúklingabauna & avacadosalatiPrenta

Eins og ég hef áður sagt finnst mér svo gaman að prufa mig áfram í samlokugerð og gera eitthvað alveg nýtt og öðruvísi. Þessi samloka með kjúklingabauna og avacadosalati er frábær viðbót í samlokusafnið. Brauðið fékk ég í bakaríinu í Grímsbæ en þar er gott úrval af flottum og næringarríkum brauðum. Þegar brauðið var komið í hús gerði ég kjúklingabauna- og avacadosalatið sem heppnaðist frábærlega og er vel þess virði að prufa.

2013-01-22 15.06.34Fallegir litir, góður matur

Samlokan með kjúklingabauna & avacadosalati
1 dós kjúklingabaunir (niðursoðnar)
1 stór og mjúkur avacado
1/4 bolli kóríander, saxað
2 msk vorlaukur, saxaður
safi úr einni límónu
salt og pipar eftir smekk

Aðferð

  1. Opnið dósina með kjúklingabaununum. Hellið vökvanum frá og þerrið baunirnar lítillega. Takið húðina af baununum. Þið megið reyndar alveg sleppa því, en þetta er betra.
  2. Látið kjúklingabaunirnar og avacado saman í skál og maukið með gaffli eða stappara. Bætið síðan út í kóríander, vorlauki og límónusafanum. Saltið og piprið og smakkið til.
  3. Látið salatið á brauðið ásamt því sem hugurinn girnist eins og t.d. spínati og tómötum.

Þetta salat er jafnframt frábært sem ídýfa borið fram með nachos eða ristuðu pítubrauði. Berist fram sama dag og gert er, að öðru leyti verður salatið brúnt.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *