Næringaríka kjúklingasalatið

Home / Fljótlegt / Næringaríka kjúklingasalatið

Vinkona mín minntist á það við mig um daginn hvað það væri skrítið að ég hafi ekki enn ekki komið með eina einustu uppskrift að kjúklingasalati. Allir sem þekkja mig vita að ég er sjúk í kjúklingasalöt og allan þann fjölbreytileika sem þau hafa upp á að bjóða og ef ég get pantað mér kjúklingasalat á veitingastað geri ég það óhikað. En það er semsagt algjörlega orðið tímabært á eitt gúrmei, hollt og dásamlegt kjúklingasalat

Þetta avacado kjúklingasalat er stútfullt af vítamínum, próteinum, hollri fitu og trefjum og er frábær sem næringarríkur hádegis- eða kvöldmatur. Ég gerði gott um betur og bar það fram með sætum kartöflum. Algjört ljúfmeti.

2013-03-03 13.31.56Næringarríka kjúklingasalatið
1 kjúklingabringa, skorin í bita
2 msk krydd maracco frá Nomu eða arabískt kjúklingakrydd Pottagaldrar eða gerið sjálf (cumin, paprika, turmeric, cayenne pipar, hvítlauksduft, oregano)
1 tsk sjávarsalt
2 msk kókosolía
2 avacado
1 box cherry tómatar, skornir í tvennt
1 paprika, skorin í tengina
1/2 rauðlaukur, skorinn í teninga eða sneiðar
spínat eða annað kál
kasjúhnetur
steinselja
svartur pipar

Dressing
8 msk ólífuolía
2 tsk dijon sinnep
8 msk sítrónusafi
2 tsk sjávarsalt

Aðferð

  1. Hitið kókosolíu á pönnu, bætið kjúklingnum á pönnuna og steikið við meðalhita. Bætið helmingnum af kryddinu saman við og saltið örlítið. Steikið í 2-3 mínútur eða þar til kjúklingurinn er orðinn gylltur. Snúið honum þá við og steikið á hinni hliðinni og stráið afganginum af kryddinu yfir kjúklinginn. Eldið í 2-3 mínútur í viðbót. Takið til hliðar.
  2. Gerið salatdressinguna með því að hræra vel saman með gaffli ólífuolíu, sítrónusafa, sinnepi, salti og pipar.
  3. Látið smá salat í botninn og síðan tómata, avacado og papriku yfir það. Látið því næst kjúklinginn og kasjúhnetur og klippið steinselju yfir salatið.
  4. Berið fram með dressingunni.

Leave your comment to Cancel Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.