Grillaður kjúklingur með heimagerðri bbq sósuPrenta

Sunnudagskjúklingurinn var að þessu sinni marineraður með þessari ómótsstæðilegu heimagerðu barbeque sósu. Bbq sósuna lét ég að þessu sinni á heilan kjúkling en auðvitað er tilvalið að hluta hann í sundur og einfalda þar með grillunina. Það er lítið mál að gera sósuna fram í tímann og geyma í lokuðu íláti en hana tekur einungis um 5 mínútur að gera. Þetta er uppskrift sem ég sé fram á að verði mikið notuð í sumar og þið bara verðið að prufa!

2013-02-13 15.52.58

2013-02-13 13.46.34

Ómótsstæðileg bbq sósa
2 x 170 g dósir af tómat paste
1 1/4 bolli agave sýróp
1/2 bolli eplaedik
3 msk dijon sinnep
2 msk ólífuolía
2 msk soyasósa
2 tsk laukduft
2 tsk hvítlauksduft
1 tsk svartur pipar
1 tsk sjávarsalt

Aðferð

  1. Hrærið öllum hráefnunum vel saman og látið í lokað ílát. 
  2. Marinerið kjúklinginn í smá stund áður en hann er grillaður jafnvel yfir nótt.
  3. Þerrið marineringuna aðeins af kjúklinginum áður en hann fer á grillið þar sem hún getur valdið því að kjúklingurinn brenni. Penslið svo kjúklinginn með bbq sósunni undir lok grilltímans.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *