Baby Ruth bomba

Home / Fljótlegt / Baby Ruth bomba

Fyrir nokkrum árum þegar ég var tiltölulega nýbyrjuð í vinnunni minni mætti einn starfsmaðurinn með þessa himnesku köku.  Það er skemmst frá því að segja að  síðan þá hefur þessi starfsmaðurinn verið í sérstöku uppáhaldi og kakan einnig enda fáar kökur sem ná að skáka þessari. Einföld í gerð og frábær í munni.

2013-04-27 16.09.57

Baby Ruth
8 eggjahvítur
4 dl sykur
4 dl púðusykur
1 tsk lyftiduft
1 tsk vanilludropar
5 dl salthnetur, smátt saxaðar
40 stk ritzkex, mulið smátt

Aðferð

  1. Stillið ofninn á 180°c.
  2. Stífþeytið eggjahvítur og sykur saman. Bætið því næst salthnetum, ritzkexi, lyftidufti og vanilludropum varlega saman við með sleif.
  3. Skiptið deiginu í tvö form og bakið í 20 mínútur. Kælið.
  4. Setjið helming af kreminu á annan botninn. Látið seinni botninn yfir og restina af kreminu. Skreytið með salthnetum og berið fram með rjóma.

Krem
8 eggjarauður
150 g flórsykur
100 g smjör
200 g suðusúkkulaði

Aðferð

  1. Þeytið eggjarauður og flórsykur vel saman, þar til það er ljóst og loftkennt.
  2. Bræðið smjör og súkkulaði saman við vægan hita í örbylgjuofni eða vatnsbaði. Hellið súkkulaðiblöndunni í eggjamassann og hrærið vel saman.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.