Góðar og grófar brauðbollur

Home / Brauð & samlokur / Góðar og grófar brauðbollur

Þessar brauðbollur eru stútfullar af fræjum og dásamlega mjúkar. Frábærar með ísköldu mjólkurglasi á dögum sem þessum. Uppskriftin er stór eða fyrir um 40 bollur sem gott er að geyma í frysti ef einhver er afgangurinn.

2013-06-04 14.30.18

2013-06-04 14.31.28

Grófar brauðbollur
1,5 kg hveiti
10 msk hveitiklíð
3 dl fræ að eigin vali (t.d. fimmkornablanda)
1 dl sykur
1 dl olía
8 dl mjólk
1 dós kotasæla (lítil)
2 bréf þurrger + 1 dl volgt vatn
1 tsk salt

Aðferð

  1. Blandið öllum þurrefnunum saman.
  2. Setjið mjólk, kotasælu og olíu saman í pott og hitið þar til það er orðið volgt.
  3. Leysið gerið upp í vatninu og setjið út í mjólkurblönduna.
  4. Hnoðið deigið og látið síðan hefast í 30 mínútur í skál undir rökum klút.
  5. Hnoðið deigið aftur og mótið síðan í bollur. Látið þær hefast í 20 mínútur.
  6. Bakið í 200°c heitum ofni þar til þær eru gylltar..

Leave your comment to Cancel Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.