Létt kartöflusalat með eplabitumPrenta

Kartöflusalat er svo mikið sumar og bráðnauðsynlegt með hinum ýmsu grillréttunum. Þetta kartöfusalat er létt og ferskt með sýrðum rjóma og eplabitum og smellpassar með flestum grillréttum. Fljótlegt og bragðgott…þið sláið í gegn með þessari uppskrift.

2013-06-23 18.39.54 2013-06-23 18.40.11

Létt kartöflusalat með eplabitum
6-8 kartöflur, soðnar kartöflur skornar í stóra teninga
1 1/2 rautt epli, skorið í teninga
1 laukur, skorin smátt
½ paprika rauð, skorin smátt
1 sýrður rjómi
sítrónupipar
steinselja eða vorlaukur

Aðferð

  1. Öllum hráefnum (nema steinselju/vorlauk) blandað  saman og steinselju/vorlauki síðan stráð yfir kartöflusalatið.
  2. Gott er að geyma salatið í kæli í smá stund áður en það er borið fram.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *