Heimagerð smáborgarabrauð

Home / Brauð & samlokur / Heimagerð smáborgarabrauð

Uppskrift að einföldum og góðum brauðbollum sem hentar sérstaklega vel þegar halda skal veislu. Bollurnar má fylla með því sem hugurinn girnist og eru til dæmis frábærar sem lítil hamborgarabrauð.

2013-07-17 12.35.56

Smáborgarabrauð
20-25 stk
14 g þurrger
800 g hveiti
500 ml volgt vatn
1 tsk salt
sesamfræ
egg til penslunar

Aðferð

  1. Blandið saman volgu vatni (varist að hafa það of heitt) og geri. Látið standa í um 5 mínútur eða þar til gerið er farið að freyða.
  2. Bætið því næst hveiti og salti saman við gerblönduna. Hnoðið deigið vel eða í um 10 mínútur. Látið deigið í stóra í olíupenslaða skál og látið hefast í 30 mínútur.
  3. Hnoðið deigið aftur lítillega og mótið síðan í litlar kúlur (á stærð við golfkúlur). Látið kúlurnar á smjörpappír og leyfið þeim að hefa sig undir rökum klút í um 10-15 mínútur.
  4. Penslið með eggi og stráið sesamfræjum yfir og bakið í 250°c heitum ofni í um 10-12 mínútur.

Leave your comment to Cancel Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.