Hollari kleinuhringir með karmelluglassúr

Home / Fljótlegt / Hollari kleinuhringir með karmelluglassúr

Ég hef svo gaman að því að skoða fallegar uppskriftarsíður og ekki þykir mér það verra ef að uppskriftirnar eru hollar.  Hún Leanne Vogel heldur úti síðunni Healthful pursuit en þar birtir hún uppskriftir sem eru hollar og girnilegar og henta öllum vel en þó sérstaklega þeim sem eru með einhverskonar óþol eða á sérstöku matarræði. Ekki er verra að og oft fylgir skemmtilegur og einlægur texti með.
Það var á síðunni hennar sem ég rakst á þessa hollu kleinuhringi sem ég varð bara að prufa og það strax. Uppskriftin er laus við mjólk, hveiti og hvítan sykur og því tilvalin fyrir þá sem eru með glútein eða mjólkuróþol eða eru á kolvetnasnauðu matarræði. Kleinuhringjamótin eru líka algjör snilld og ég er svo glöð með þá fjárfestingu. Njótið þess að borða mat sem gefur ykkur góða næringu!

2013-08-16 14.41.27 2013-08-16 15.03.00-2 2013-08-16 14.42.06

Hollari kleinuhringir
12 kleinuhringir
Þurrefni – skál 1
1/2 bolli kókoshveiti
1/4 bolli möndlumjöl
1/4 tsk sjávarsalt
1/4 tsk lyftiduft
1/4 tsk kanill

Blaut hráefni – skál 2
6 egg
1/2 bolli hunang
1/4 bolli kókosolía, í fljótandi formi
1/4 bolli ósætt eplamauk
1 msk vanilludropar

Karmelluglassúr (uppskrift neðar)

Aðferð

  1. Hitið ofninn á 175°c og smyrjið kleinuhringjamótið með kókosolíu.
  2. Hrærið saman þurrefnum (skál 1) og síðan þeim blautu (skál 2) og blandið þeim síðan saman. Hrærið þar til deigið hefur þykknað vel eða í um 3 mínútur.
  3. Látið deigið í sprautupoka (eða látið deigið í nestispoka og klippið smá gat á eitt hornið) og sprautið í kleinuhringjamótið. Varist að fylla þau alveg upp þar sem kleinuhringirnir munu lyfta sér örlítið. Bakið í 20-22 mínútur.
  4. Takið úr ofni og látið standa í um 1-2 mínútur. Hellið síðan kleinuhringjunum á smjörpappír og látið kólna áður en karmelluglassúrinn er látinn á.

Karmelluglassúr
6 msk hunang
2 msk hnetusmjör
2 tsk vanilludropar

Aðferð

  1. Hitið hunangið á pönnu við meðalhita í um 4 mínútur. Það mun freyða, sem er gott.
  2. Bætið hnetusmjörinu og vanilludropunum saman við og hrærið í 1-2 mínútur. Athugið að því lengur sem þið hitið þetta því harðari verður blandan.
  3. Látið strax á kleinuhringina, áður en karmellan nær að harðna.

 

Leave your comment to Cancel Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.