Piccata kjúklingurPrenta

Þessi kjúklingaréttur var eldaður eitt föstudagskvöldið, en það er einmitt á þeim dögum sem mig langar alltaf í eitthvað gott að borða en er yfirleitt í litlu stuði fyrir að standa lengi í eldhúsinu. Þessi réttur kom því eins og himnasending. Hann tók stuttan tíma í gerð og bragðaðist frábærlega. Ég mæli með því að þið prufið!

2013-09-20 18.28.59

Piccata kjúklingur
fyrir 2-3
2 kjúklingabringur, skornar í tvennt langsum
salt og pipar
hveiti
6 msk smjör
5 msk ólífuolía
80 ml sítrónusafi
120 ml kjúklingakraftur
30 g kapers
1/2 búnt steinselja, söxuð

Saltið og piprið kjúklingabringurnar og dýfið þeim í hveiti.
Látið 2 msk af smjöri og 3 msk af ólífuolíu á pönnu. Þegar það er orðið heitt setjið þá aðra kjúklingabringuna, út á pönnuna og steikið í 3 mínútur á hvorri hlið. Takið af pönnunni. Látið nú aftur 2 msk af smjöri og 3 msk af ólífuolíu á pönnuna og þegar það er orðið heitt steikið þá hina bringuna á pönnunni í 3 mínútur á hvorri hlið. Takið af pönnunni og geymið.

Bætið því næst sítrónusafa, kjúklingakrafti og kapers út á pönnuna og hitið að suðu. Látið kjúklingabringurnar út í og látið malla í 5 mínútur. Takið því næst kjúklinginn af pönnunni, látið á disk og setjið síðustu 2 skeiðarnar af smjöri út í sósuna og hrærið kröftuglega. Hellið að lokum sósunni yfir kjúklinginn og berið fram með t.d. góðu salati og tagliatelle.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *