Piccata kjúklingur

Home / Fljótlegt / Piccata kjúklingur

Þessi kjúklingaréttur var eldaður eitt föstudagskvöldið, en það er einmitt á þeim dögum sem mig langar alltaf í eitthvað gott að borða en er yfirleitt í litlu stuði fyrir að standa lengi í eldhúsinu. Þessi réttur kom því eins og himnasending. Hann tók stuttan tíma í gerð og bragðaðist frábærlega. Ég mæli með því að þið prufið!

2013-09-20 18.28.59

Piccata kjúklingur
fyrir 2-3
2 kjúklingabringur, skornar í tvennt langsum
salt og pipar
hveiti
6 msk smjör
5 msk ólífuolía
80 ml sítrónusafi
120 ml kjúklingakraftur
30 g kapers
1/2 búnt steinselja, söxuð

Saltið og piprið kjúklingabringurnar og dýfið þeim í hveiti.
Látið 2 msk af smjöri og 3 msk af ólífuolíu á pönnu. Þegar það er orðið heitt setjið þá aðra kjúklingabringuna, út á pönnuna og steikið í 3 mínútur á hvorri hlið. Takið af pönnunni. Látið nú aftur 2 msk af smjöri og 3 msk af ólífuolíu á pönnuna og þegar það er orðið heitt steikið þá hina bringuna á pönnunni í 3 mínútur á hvorri hlið. Takið af pönnunni og geymið.

Bætið því næst sítrónusafa, kjúklingakrafti og kapers út á pönnuna og hitið að suðu. Látið kjúklingabringurnar út í og látið malla í 5 mínútur. Takið því næst kjúklinginn af pönnunni, látið á disk og setjið síðustu 2 skeiðarnar af smjöri út í sósuna og hrærið kröftuglega. Hellið að lokum sósunni yfir kjúklinginn og berið fram með t.d. góðu salati og tagliatelle.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.