Nýbakað brauð á 30 mínútum

Home / Brauð & samlokur / Nýbakað brauð á 30 mínútum

Að byrja helgina á nýbökuðu brauði er eitthvað sem gerir að mínu mati góða helgi enn betri. Þessi uppskrift er ótrúlega fljótleg þannig að stuttu eftir að þið skríðið fram úr getur þú og þitt fólk gætt sér á þessu dásamlega brauði. Hægt er að gera  úr því brauðbollur, kanilsnúða, foccaccia og í raun það sem ykkur dettur í hug. Það er mjög gott að bæta góðum kryddum saman við deigið og jafnvel skipta hveiti að hluta út fyrir spelt og hveitiklíð. Prufið ykkur endilega áfram með þessa dásamlegu uppskrift og njótið þess að bjóða upp á nýbakað brauð á örstuttum tíma.

IMG_4141

Nýbakað og dásamlegt!

IMG_4193

IMG_4163

Litlir fingur sem geta ekki beðið lengur..

IMG_4259

Fljótlegt brauð á 30 mínutum
600 ml volgt vatn
2 msk sykur
2 msk olía
3 msk þurrger
850 g hveiti
1 tsk lyftiduft
2 tsk salt

  1. Blandið saman í skál vatni, sykri, olíu og þurrgeri. Geymið í 10 mínútur.
  2. Bætið síðan hveiti, lyftidufti og salti saman við og hnoðið vel saman.
    Mótið bollurnar að eigin vali. Ef þið ætlið að baka brauðhleif, skiptið því í tvennt og látið ef til vill í brauðform. Bakið í 15 mínútur við 210°C.
  3. Gæðið ykkur á þessu dásamlega og bragðgóða brauði.

Leave your comment to Cancel Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.