Karmelluostakaka með oreobotni

Home / Eftirréttir & ís / Karmelluostakaka með oreobotni

Mikið sem það var nú notalegt að vakna upp í morgun og sjá fallega snjóbreiðu yfir öllu. Á svona dögum er dásamlegt að búa á Íslandi.
Ég skellti mér í góðan göngutúr í þessu hressandi veðri og kom svo inn og gæddi mér á dásamlegu tei úr nýju tebollunum mínum sem ég fékk hjá Tefélaginu. Bollarnir kallast lófamál og hér erum við að tala um ást við fyrstu sín.

2014-01-07 13.16.34

2014-01-07 13.19.11

Lófamál

En frá því að ég vaknaði hef ég ekki hugsað um annað en hversu mikið mig langar í köku. Fór að skoða gamlar kökufærslur af síðunni og velti þvi fyrir mér hvað ég gæti gert sniðugt í dag og fattaði þá að ég hafði ekki enn birt uppskriftina af himnesku Karmelluostakökunni með oreobotninum á GulurRauðurGrænn&salt. Uppskriftin birtist í Nudemagazine og sló þar heldur betur í gegn enda algjört gúmmelaði sem ég mæli svo innilega með því að þið prufið.

karmellukaka

Karmelluostakaka með oreobotni
Botn
20 oreo kexkökur, krem fjarlægt
5 msk smjör, brætt
2 msk sykur

Ostakakan
900 g rjómaostur, við stofuhita
220 g púðusykur
2 msk smjör, brætt
5 egg
2 tsk vanilludropar

Karmellusósa
300 g sykur
60 ml vatn
1 tsk sítrónusafi
240 ml rjómi


Botn aðferð

  1. Myljið oreokökurnar smátt niður. Blandið kökum, smjöri og sykri vel saman. Látið blönduna í olíusmurt form. Setjið álpappír yfir formið og bakið í 175°c heitum ofni í 15 mínútur. Kælið.

 

Ostakakan aðferð

  1. Hrærið rjómaosti og sykri saman í hrærivél á miklum hraða þar til blandan er orðin létt og ljós.  Bætið þvi næst smjöri saman við og síðan eggjum, einu í einu. Hrærið að lokum vanilludropunum út í. Hellið því næst blöndunni yfir botninn.
  2. Bakið i ofni við 175°c hita í um 1 klukkustund og 15 mínútur. Kæli vel áður en hún er borin fram.

 

Karmellukrem aðferð

  1. Látið sykur, vatn og sítrónusafa á pönnu við meðalhita þar til sykurinn hefur bráðnað. Látið þá blönduna sjóða án þess að hræra í henni þar til blandan fer að dökkna lítillega. Lækkið þá hitann og látið malla í um 8 mínútur. Bæti þá rjómanum varlega saman við og látið malla við meðalhita í nokkrar mínútur eða þar til karmellan hefur þykknað.Kælið lítillega og hellið síðan yfir ostakökuna.

Leave your comment to Cancel Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.