Gestabloggarar Tinna og Gunnar með laxasnilld

Home / Fiskur / Gestabloggarar Tinna og Gunnar með laxasnilld

Gestabloggararnir koma nú hver á fætur öðrum með sína snilldaruppskrift. Hér er á ferðinni sjúklega girnileg uppskrift af laxi með rjómaosti og hnetukurli sem einfaldur og fljótlegur í gerð og allir ættu að ráða við. Heiðurinn af þessari uppskrift eiga hjónin Tinna Guðjónsdóttir og Gunnar Gíslason en þau eyða ófáum stundum í eldhúsinu sem er sannkallað tilraunaeldhús á þeirra bæ. Afraksturinn lætur ekki á sér standa og hér er það okkar að njóta.

tMatgæðingarnir Gunnar og Tinna


Lax fyrir matarperverta

Án efa okkar uppáhalds fiskréttur. Guðdómlegur fyrir bragðlaukana og fullnægir þörfum matarperverta. Einfaldari rétt er ekki hægt að gera og auðvelt að skella í hann fyrir stærðarinnar matarboð sem og rómantískan dinner fyrir 2! Best finnst okkur að hafa einfalt meðlæti en dæmi það hver fyrir sig. Það sem mér finnst þó möst er að hafa smá spínat og hreinan fetaost, stundum bæti ég við ólífum eða söxuðum döðlum.

l1

Hráefnin eru fá og matreiðslan einföld

l2

Laxinn tilbúinn fyrir eldun

l3

Girnilegra verður það varla

Laxasnilld
Fallegt laxaflak
Rjómaostur
Dill
kasjúhnetur (muldar)
Smá salt og pipar

  1. Laxinn settur í eldfast mót og matskeiðar af rjómaosti lagðar á stykkið. Síðan er vel af dilli og hnetum sett yfir og fiskurinn látinn inn í ofn við 180°C í 15-20 mín og veislan er tilbúin!

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.