“Restaurant style” fiskur með kapers og sítrónurjómasósu

Home / Fiskur / “Restaurant style” fiskur með kapers og sítrónurjómasósu

Enn eitt átakið í því að borða fisk oftar er hafið. Í raun skil ég ekki af hverju fiskur er ekki á borðum hjá okkur 4-5 sinnum í viku í einhverri mynd, svo góður er hann…þar að segja sé uppskriftin góð. Þessi uppskrift sem ég gef ykkur hér er ótrúleg og fékk fullt stig húsa á mínu heimili og gott betur en það. Rétturinn er svo einfaldur og fljótlegur í gerð og myndi sóma sér frábærlega hvort sem er á virkum degi eða í flottu matarboði.

IMG_9050

Fiskréttur með kapers og sítrónurjómasósu
Fyrir 4
800-900 g hvítur fiskur (t.d. þorskur eða ýsa)
1 tsk paprikuduft
1 tsk laukduft (onion powder)
1/2 tsk sykur
2 tsk sjávarsalt
2 msk smjör
safi úr 2 sítrónum
1 msk hveiti
250 ml rjómi
50 g kapers

  1. Blandið paprikudufti, laukdufti, sykri og sjávarsalti saman í skál og stráið yfir fiskinn. Grillið eða ofnbakið fiskinn í um 8 mínútur eða þar til fiskurinn er passlega eldaður (varist að ofelda hann).
  2. Bræðið smjörið á meðan í potti og hrærið síðan sítrónusafa og hveiti saman við.
  3. Bætið rjómanum smátt og smátt saman við og hrærið þar til sósan er byrjuð að þykkna en látið hana alls ekki sjóða. Bætið að lokum kapers út í sósuna og hellið yfir fiskinn.

Berið fram t.d. með rótargrænmeti, kartöflumús og litríku salati og enjoy!

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.