Súkkulaðikaka á einni mínútu

Home / Bröns / Súkkulaðikaka á einni mínútu

Suma daga þarf ég að fá súkkulaði ekki seinna en núna! Löngunin hellist skyndilega yfir mig og ég geri dauðaleit af bökunarsúkkulaðinu sem stundum er til. Reyni að fá mér rúsínur til að róa sykurpúkann, en hann lætur ekki blekkjast.  Í tilfellum sem þessum kemur þessi uppskrift eins og himnasending. Hér fær fljótlegt nýja merkingu því ég var varla byrjuð að útbúa hana þegar ég var byrjuð að gæða mér á henni og þvílíkt gúmmelaði sem hún er, gefur öðrum súkkulaðikökum ekkert eftir og er klárlega mitt nýja uppáhalds. Algjört möst try!

IMG_9267 IMG_9270 IMG_9284 IMG_9288

Súkkulaðikaka á 1 mínútu
1 1/2 msk kakó
3 msk hveiti
1/8 tsk salt
1 1/2 msk sykur
1/4 tsk lyftiduft
2-3 tsk kókosolía, fljótandi
3 msk mjólk
1/2 tsk vanilludropar

  1. Blandið þurrefnunum vel saman. Bætið vökvanum saman við og hrærið vel. Setjið deigið í lítið form eða t.d. kaffibolla. Smyrjið formið með olíu ef þið ætlið að taka súkkulaðikökuna úr forminu áður en hún er borin fram.
  2. Látið í örbylgjuofn í 30-40 sek. og sjáið kraftaverk gerast á þeim tíma. Leyfið kökunni að kólna lítillega ef þið ætlið að taka hana úr forminu.
  3. Setjið súkkulaðikrem að eigin vali á kökuna (læt uppskrift að kreminu sem ég notaði fylgja), berið fram og njótið í botn!

Súkkulaðihnetusmjörkrem
2 msk (kúfaðar) hnetusmjör
6-8 tsk hlynsýróp
2 msk kakóduft
4 tsk mjólk
3/4 tsk vanilludropar

  1. Blandið öllu vel saman með töfrasprota eða í matvinnsluvél.
  2. Þynnið með mjólk eftir smekk.
  3. Smyrjið kreminu á kökuna.

 

Leave your comment to Cancel Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.