Bestu morgunverðarbollurnar

Home / Brauð & samlokur / Bestu morgunverðarbollurnar

Það er fátt betra en að gæða sér á nýbökuðum brauðbollum í morgunsárið með góðu áleggi og nýkreistum safa en þessi uppskrift hefur einmitt að geyma leyndardóminn að  einum af mínum uppáhalds bollum. Uppskriftin er stór og stundum helminga ég hana, en oftast sé ég eftir því þar sem bollurnar eru fljótar að hverfa ofan í heimilismenn enda bæði mjúkar og virkilega bragðgóðar.

Í bollurnar notaði ég að þessu sinni sérstakt brauðhveiti sem er frá Kornax og kemur í bláum pakkningum en það hveiti er próteinríkara og hentar því sérstaklega vel í hvers kyns brauðbakstur. Deigið var meðfærilegra og svei mér þá ef brauðið bragðast ekki enn betur. Mæli með því að þið prufið og gefið ykkar skoðun.

IMG_0526

IMG_0596

IMG_0601

IMG_0614

IMG_0615

Bestu morgunverðarbollurnar
12 dl Kornax brauðhveiti
3 dl hveitiklíð
1 msk sykur
1 tsk salt
5 tsk þurrger
6 dl mjólk, volg
2 msk matarolía
mjólk til penslunar

  1. Blandið saman þurrefnum og þurrgeri. Hellið olíu og mjólk saman við og hrærið deigið saman með sleif. Látið hefast við stofuhita í um 30 mín.
  2. Hnoðið deigið og bætið hveiti saman við eftir þörfum. Mótið síðan bollur og raðið á bökunarplötu. Leyfið þeim síðan að hefast í 15-20 mín og penslið síðan með mjólk.
  3. Bakið í miðjum ofni við 200°c  í 15 mín.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.