Nýbakaðar skonsur á 30 mínútum

Home / Brauð & samlokur / Nýbakaðar skonsur á 30 mínútum

Það er alltaf einhver óútskýranlegur sjarmi í því að gæða sér á nýbökuðum skonsum og ekki er verra ef að uppskriftin er einföld og fljótleg eins og þessi hér. Á aðeins 30 mínútum eru þið búin að blanda, hnoða, baka og mögulega byrjuð að gæða ykkur á þessum himnesku skonsum – ekki slæmt það.

Í þessa uppskrift notaði ég brauðhveitið frá Kornax (í bláum pakkningum) en það er sérstaklega ætlað í brauðbakstur og pizzugerð og hefur reynst mér vel. Ég ber skonsurnar fram með rjómaosti og sultu en það er að sjálfsögðu smekksatriði.

Fallega marmarabrettið og viskustykkið á myndunum er úr verslunninni Snúran en þar má finna dásamlegar vörur fyrir heimilið á góðu verði – sjá nánar á www.snuran.is.

IMG_0942 IMG_0943 IMG_0947 IMG_0948 IMG_0982 IMG_0997

Nýbakaðar skonsur á 30 mínútum
Gerir um 10 stk.
80 g smjör, kalt
350 g Kornax  brauðhveiti (í bláum pakkningum)
1 msk lyftiduft
4 msk sykur
1 egg
150 ml mjólk

  1. Blandið saman hveiti, lyftidufti og salti. Bætið smjörinu saman við og hnoðið vel (ef þið eigið matvinnsluvél er gott að blanda smjörinu þannig saman við þurrefnin). Bætið sykrinum saman við.
  2. Þeytið eggið með gaffli og takið 2 msk af egginu og blandið saman við mjólkina, restin af egginu er notað síðar til að pensla skonsurnar. Blandið mjólkinni því næst saman við þurrefnin og hnoðið saman. Rúllið deiginu í 30 cm lengju og skerið í þríhyrninga.
  3. Penslið skonsurnar með afganginum af þeytta egginu og stráið örlítið af sykri yfir hverja skonsu.
  4. Bakið við 220°c heitan ofn í um 15 mínútur eða þar til skonsurnar eru orðnar gylltar að lit.

Leave your comment to Cancel Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.