Nachos með mozzarella og chorizo pylsu frá Tapas barnum

Home / Kjöt / Nachos með mozzarella og chorizo pylsu frá Tapas barnum

IMG_3878

Ég er mikill aðdáandi spænskrar matargerðar og þykir fátt skemmtilegra en að gæða mér á tapasréttum í frábærum félagsskap. Mér þótti það því spennandi þegar að ég frétti að Tapasbarinn væri farinn að selja hágæða chorizo pylsu til viðskiptavina sinna sem þeir geta svo sjálfir notað í eldamennsku eða hreinlega smellt henni beint á ostabakkann.

Spænsku chorizo pylsurnar sem eru notaðar á Tapasbarnum koma frá framleiðandanum Dehesa Barón de Ley á Spáni. Pylsurnar eru framleiddar úr kjöti af íberískum svínum sem eru alin eftir ströngum gæðakröfum, fá að vera laus í náttúrunni og nærast m.a. á hnetum af eikartrjám.

Chorizo pylsa
Kjötið er látið meyrna í salti, hvítlauk og papriku. Pylsan er reykt og  látin hanga í 4 mánuði. Chorizo pylsan er frábær í alla matargerð en líka bara gómsæt eins og sér með góðu brauði.

Salchichón pylsa
Bestu bitarnir eru marineraðir í Barón de Lei víninu með pipar og múskati.

tapas7

Í tilefni menningarnætur verður fjölmargt um að vera á veitingahúsinu Tapas barnum.  Staðurinn opnar kl. 15 og fyrir utan verður blússandi spænsk stemning frá 15 – 20, Spænskur sælkeramarkaður, grill og veitingasala og tónlist. Fyrir sælkera er tilvalið að stoppa við á Sælkeramarkaðinum og næla sér í spænskt góðgæti; gæða chorizo pylsur frá Baron Del Ley, Serrano skinku og Mancheco ost, sykraðar möndlur og sælgæti. Á boðstólnum verða líka meðal annars tapenare og hummus Tapas barsins, ólífur og sultaður laukur. Einnig munu meistarakokkar Tapas barsins heilgrilla grís og hægt verður að versla veitingar, t.d. grillspjót og tapas snittur. Hljómsveitin Harmónía Sjarmóníaspilar dillandi suðræna tónlist kl. 16 og 17. Nánari upplýsingar á facebook síðu Tapas barsins

Ég nældi mér í chorizo pylsu hjá félögum mínum á Tapas barnum enda hafði ég fyrir ekki svo löngu rekist á uppskrift af nachosi með mozzarella og spænskri pylsu sem ég gat ekki hætt að hugsa um. Uppskriftin stóðst allar væntingar og svo miklu meira en það og óhætt að segja að pylsan setur hér punktinn yfir i-ið.

IMG_3873

 

IMG_3879

Nachos með mozzarella og chorizo pylsu
1 laukur, saxaður
2 stk (um250 g hvor) chorizo pylsa, skorin í bita (eða rifin gróft)
500 g nautahakk
1 msk cumin (ath ekki kúmen)
375 ml bjór
660 ml tómatmauk (tómat passata)
1 msk oregano
ca. 500 g nachos
200 g mozzarellaostur
2 avacado, skorið í litla bita
rauðlaukur, saxaður
2 matskeiðar safi úr fersku lime
ferskt kóríander, saxað

  1. Steikið lauk og pylsuna við háan hita í um 5 mínútur. Bætið þá nautahakki og cumin saman við og steikið í nokkrar mínútur eða þar til kjötið hefur brúnast. Hellið þá bjórnum saman við og látið malla í 5 mínútur.
  2. Hellið því næst tómatmaukinu og oregano út á pönnuna, saltið og piprið og látið malla í um klukkustund eða þar til vökvinn hefur soðið verulega niður.
  3. Dreifið úr nachosi á ofnplötu eða í eldfast form, setjið chorizo blönduna á nokkra bita og mozzarellaost yfir, endurtakið ef þið viljið hafa nokkur lög af nachosinu. Setjið í 200°c heitan ofn í um 15 mínútur eða þar til osturinn hefur bráðnað.
  4. Blandið avacado, rauðlauk og límónusafa saman skál og hellið yfir nachosið þegar það kemur úr ofni. Stráið að lokum kóríander yfir allt og toppið með sýrðum rjóma og mögulega jalapenos.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.