Sykurlaus eplakaka með pekanhnetukurli

Home / Eftirréttir & ís / Sykurlaus eplakaka með pekanhnetukurli

Það eru margir sem hafa tekið þá ákvörðun að taka þátt í sykurlausum september, sem er ekkert nema gott mál, en frá því að vefurinn GulurRauðurGrænn&salt var opnaður höfum við orðið vör við miklar breytingar á matarræði fólks og um leið auknum áhuga á uppskriftum af kökum og fleira góðgæti þar sem unnið er með annað en hvítan sykur eða honum haldið í lágmarki.

Það er því skemmtilegt að segja frá því að komið er á markaðinn strásæta frá Via Health sem er náttúrulegur staðgengill sykurs án hitaeininga. Strásætan er 100% náttúruleg vara gerð úr sykuralkóhólnum erýtrítól, en erýtrítól er unnið t.d. úr perum, melónum og korni og er meðal annars mælt með fyrir sykursjúka sem og þá sem vilja draga úr sykurneyslu í daglegu lífi. Vörurnar voru að koma í verslanir og fást í verslunum Hagkaups og Krónunnar.

Ég bakaði á dögunumdásamlega eplaköku með pekanhnetumulningi úr sætunni með stevíu, en snilldin við þá hana er að þú notar sama magn af og þú myndir gera í venjulegri uppskrift og því lítið mál að skipta sykrinum – einfalt og gott – hentar mér mjög vel.  Kakan heppnaðist dásamlega og er uppskriftin hér komin fyrir ykkur að njóta.

IMG_4286

IMG_4308

IMG_4411

IMG_4414

 

Eplakaka með pekanhnetukurli
4-5 epli, afhýdd og kjarnhreinsuð
1-2 tsk sítrónusafi
40 g Erýtrítol með stevíu, frá Via Health
1 tsk kanill

Pekanhnetukurl
120 g smjör, mjúkt
120 g hveiti
100 g Erýtrítol með stevíu, frá Via Health
hnífsoddur salt
50-100 g pekanhnetur, saxaðar

  1. Skerið eplin í sneiðar og kreistið smá sítrónusafa yfir þau.
  2. Blandið saman sætunni og kanil og stráið yfir eplin. Setjið eplin því næst í ofnfast mót.
  3. Hnoðið hveiti og smjöri saman í skál, bætið sætunni, salti og pekanhnetum saman við.
  4. Stráið yfir eplin og látið í 200°c heitan ofn í 45 mínútur eða þar til mulningurinn er orðinn gylltur og eplin hafa linast og dökk karmella myndast á botninn.
    Berið fram heitt með rjóma eða ís.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.