Besti kjúklingaréttur EVER!

Home / Gestabloggarinn / Besti kjúklingaréttur EVER!

Það er kominn tími til að bjóða velkominn til okkar næsta gestabloggara með rétt sem ég held ég gæti ekki verið spenntari að kynna, en það er matgæðingurinn og snillingurinn hún Sigurlaug Jóhannesdóttir sem heldur úti hinu dásamlega bloggi Sillaskitchen. Silla elskar mat og allt sem tengist honum hvort sem það er að borða hann eða elda og tekur matreiðslubækur ávallt fram yfir skáldsögur og les þær spjaldanna á milli aftur og aftur. Silla er dugleg að prófa nýja hluti og segir það ekki verra ef það er einfalt og hollt líka. Einfaldur matur með fáum hráefnum finnst henni skemmtilegastur “less is more”.

Ég man þegar ég sá kókoskjúklinginn hennar  Sillu fyrst..hann kallaði ekki bara á mig heldur öskraði – ég varð að prufa hann og það strax. Þegar ég hafði bragðað á þessum mögulega besta kjúklingarétti EVER að þá var varð ég að fá að deila honum með ykkur líka og Silla veitti góðfúslega leyfi sitt fyrir því. Þessi réttur er ólýsanlega góður og að mínu mat hin fullkomna máltíð!

kokoskjulli

kokoskjulli1

kokoskjulli2

kokoskjulli3

kokoskjulli4

kokoskjulli5

kokoskjulli6

Kókoskjúklingur með sætkartöflusalati
Rétturinn er fyrir ca. 4
1 heill kjúklingur
3 msk. kókosmjöl
3 msk. saxaðar möndlur
1 msk. fiskisósa (fish sauce, td. frá Blue dragon)
1/2 dl. ólífuolía
3 msk. sítrónusafi
handfylli ferskt kóriander, saxað
2 msk. gott fljótandi hunang
1 tsk. turmerik
2 hvítlauksrif, kramin eða rifin
salt og pipar

  1. Byrjið á því að klippa hrygginn úr kjúklingnum þannig að hann fletjist auðveldlega út. Blandið öllu saman sem á að fara í marineringuna og smyrjið því á kjúklinginn.
  2. Leyfið þessu að marinerast í a.m.k. klukkustund. Hitið ofninn í 180° og eldið neðarlega í 40-50 mínútur eða þangað til kjúklingurinn er safaríkur og algjörlega tilbúinn. Ef ykkur finnst hann vera farinn að brúnast of mikið er ekkert mál að skella smá álpappír eða loki yfir hann.
  3. Ég mæli með því að skafa alla marineringuna sem verður eftir í botninum, þið viljið ekki missa af neinu af góðgætinu!

Sætkartöflusalat
1 stór sæt kartafla
2 cm. bútur af blaðlauk, smátt saxaðir
3 msk. rúsínur
50 gr. pecan hnetur
lítil handfylli söxuð steinselja
lítil handfylli saxað kóriander
1 lítið þurrkað chilli, mulið í mortéli

Sósan
4 msk. ólífuolía
2 msk. gott fljótandi hunang
1 msk. balsamik edik
1 msk. sítrónusafi
2 msk. appelsínusafi
2 cm. bútur af engifer, fínt rifið
1/2 tsk. kanill
pínu salt

  1. Skerið sætu kartöflurnar í ca. munnbita og setjið á ofnplötu með ólífuolíu, salti og pipar. Bakið við 180° í 30 mínútur. Blandið öllu sem á að fara í sósuna og hellið henni yfir kartöflurnar þegar þær koma blússandi heitar út úr ofninum.
  2. Bætið hinu hráefninu saman við og berið fram volgt.

Leave your comment to Cancel Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.