Marengs með berjarjóma

Home / Eftirréttir & ís / Marengs með berjarjóma

Snillingurinn hún Silla sem heldur úti blogginu Sillumatur sló rækilega í gegn á dögunum þegar hún var gestabloggari hér á GRGS með Besta kjúklingarétti EVER. Hún gaf mér jafnframt uppskrift af einum af sínum uppáhalds eftirréttum en það er marengs með berjarjóma sem er fullkominn í einfaldleika sínum og birtist nú hér fyrir ykkur að njóta.

marengs

Eftirréttur sem er fullkominn í einfaldleika sínum

Marengs með berjarjóma
Marengs

2 eggjahvítur
100 gr. sykur

Hitið ofninn í 100°. Þeytið eggin og bætið sykri út í smátt og smátt. Útbúið átta jafnar litlar doppur, ca. matskeið hver kaka á bökunarplötu. Bakið í ofninum í klukkutíma. Slökkvið á ofninum og látið standa í honum í smá stund í viðbót.

Fylling
1 peli rjómi
2 dl. fersk hindber
1 msk. flórsykur

  1. Þeytið rjómann og stráið flórsykrinum saman við. Stappið berin og blandið saman við.
  2. Setjið 4 litlar kökur á diska, 1 á hvern disk. Skiptið berjarjómanum jafnt á kökurnar og setjið hinar 4 kökurnar ofan á og myndið þannig sætar samlokur.
  3. Skreytið með ferskum berjum og fallegum mintulaufum. Gott er að láta kökurnar standa í kæli í hálftíma til klukkutíma. Ótrúlega einfalt og dásamlega gott!

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.