Bacalo fyrir sælkeraPrenta

Á Spáni og raunar flestum miðjarðarhafslöndum er saltfiskur yfirleitt borinn fram talsvert minna saltur en hér á landi. Þurrkaður fiskurinn er útvatnaður í 2 sólarhringa eða lengur, þ.e. látinn standa í vatni sem skipt er reglulega um. Mörg dæmi eru um það meðal Íslendinga að fólk hafi fyrst fengið smekk fyrir saltfiski eftir að hafa fengið hann í útlöndum. Hér er einn réttur á spænska mátann, afar auðveldur og bragðgóður. Og ekki bara það heldur líka ein af þessum „allt í einum potti“-uppskriftum sem auðvelda ekki bara matseldina heldur spara líka fráganginn! Með þessu drukkum við ítalska rauðvínið Mezzacorona Merlot sem er flott með þessum rétti.

3.10 Bacalo
Bacalao – saltfiskréttur fyrir sælkera
fyrir 4
Eldunartími 45 mínútur

800 g saltfiskur (eða hvítur fiskur að eigin vali)
8 kartöflur, afhýddar og skornar i skífur
2 laukar
1 dl ólífuolía
4-6 grillaðar paprikur, skornar gróft
1 rautt chilí, saxað
4 hvítlauksrif, saxað
2 dósir niðurskornir tómatar
100 g ólífur
1 búnt basilíka, söxuð
salt og pipar

  1. Skerið fiskinn í bita.
  2. Hitið 1 dl af ólífuolíu á pönnu eða í potti. Steikið kartöflurnar, lauk, hvítlauk og chilí þar til laukurinn er farinn að mýkjast. Bætið tómötum og papriku saman við og saltið og piprið.
  3. Látið fiskinn út i og látið malla í 30-45 mínútur. Hristið pönnuna einstaka sinnum til en hrærið ekki í blöndunni. Setjið að lokum ólífur og basilíku út í. Smakkið til með salti og pipar.

 Mælt með þessu rétti ítalska rauðvínið Mezzacorona Merlot 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *