Hátíðar karamelluís Ebbu Guðnýjar

Home / Eftirréttir & ís / Hátíðar karamelluís Ebbu Guðnýjar

ebba1

Hún Ebba Guðný er landsmönnum vel þekkt enda hefur hún í mörg ár glatt okkur með hollum og girnilegum uppskriftum, heillað okkur með skemmtilegri og notalegri framkomu í sjónvarpi með matreiðsluþættina Eldað með Ebbu ásamt því að hafa gefið út nokkrar matreiðslubækur. Hún Ebba gerði þennan girnilega hátíðar karmelluís á dögunum og fannst ekkert sjálfsagðara en að lesendur GulurRauðurGrænn&salt fengju nú að njóta uppskriftarinnar.  Ísinn er með karamellusúkkulaði, mórberjum, dökku súkkulaði og karamellustevíu og mun örugglega vekja lukku í boðinu.

ebba
Ís með kararamellusúkkulaði,mórberjum dökku súkkulaði og karamellustevíu!

Hátíðar karamelluís
400 ml rjómi
2 egg
100 g pálmasykur
10 dropar Via Health karamellustevía (eða vanillustevía)
30 g mórber, hökkuð (í blandara t.d.) – má sleppa en voða gott að hafa þau með
100 g dökkt karamellusúkkulaði, lífrænt
50 g dökkt súkkulaði (þarf ekki en á jólunum er það indælt)

  1. Þeytið rjómann – og setjið hann í skál.
  2. Þeytið vel saman egg og sætu. Hakkið mórber í blandaranum. Saxið súkkulaðið.
  3. Hrærið öllu sæmilega varlega saman
  4. Setjið í frystinn (reyndar er ísinn líka góður ekki alveg frosinn).

Leave your comment to Cancel Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.