Mozzarellafylltar brauðbollur með hvítlauks- og steinseljusmjöri

Home / Brauð & samlokur / Mozzarellafylltar brauðbollur með hvítlauks- og steinseljusmjöri

Brauðbollur með hvítlauks og steinseljusmjöri fylltar með mozzarellaosti sem lekur úr bollunum við fyrsta munnbita….þarf að segja eitthvað meira. Gerið þessar!!!!

b1

 

Mozzarellafylltar brauðbollur með hvítlauks- og steinseljusmjöri
450 g hveiti
1 tsk sykur
240 ml fingurvolgt vatn
2 ½ tsk þurrger
1 tsk sjávarsalt
4 msk ólífuolía
2 pokar litlar mozzarellakúlur (24 stk)

Hvítlauks og steinseljumauk
5 msk smjör
1 msk hvítlauksrif, saxað smátt
2 msk fersk steinselja, söxuð smátt
½ tsk sjávarsalt

b7b2 b4 b5 b8 b1

  1. Setjið vatnið í skál, bætið sykri saman viðog hrærið þar til það hefur leyst upp. Bætið þá gerinu saman við og leyfið síðan að standa í um 10 mínútur eða þar til gerið er farið að freyða.
  2. Hnoðið hveiti og sjávarsalti vel saman við gerblönduna og bætið að lokum olíunni saman við. Hnoðið deigið vel eða í um 5 mínútur.  Setjið plastfilmu yfir skálina og látið degið hefast í 40-60 mínútur eða þar til það hefur tvöfaldast í stærð.
  3. Setjið deigið á hveitistráð borð og skiptið í fjóra hluta. Rúllið hverjum hluta í „pulsu“ og skiptið henni í sex hluta. Hnoðið síðan hverjum og einum hluta í kúlu og leggið á smjörpappír. Látið standa með plastfilmu eða viskustykki í um 15-20 mínútur.
  4. Þrýstið ostinum í deigkúluna og hyljið ostinn með deiginu. Setjið smjörpappír í ofnfast mót og leggið kúluna í mótið og látið sárið snúa niður. Endurtakið með hinar deigkúlurnar. Leyfið að standa í um 20 mínútur. Bræðið smjörið, hvítlauk og steinselju saman í potti og penslið bollurnar með blöndunni.
  5. Setjið inn í 175°c heitan ofn í um 25 mínútur eða þar til þær eru orðnar gylltar að lit. Takið þá úr ofninum og penslið með smjörblöndunni sem var afgangs.

Leave your comment to Cancel Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.