Spicy sætkartöflufranskar með avacado aioli

Home / Fljótlegt / Spicy sætkartöflufranskar með avacado aioli

Sumt er bara of gott eins og til dæmis þessar sætkartöflufranskar sem eru í svo ótrúlega miklu uppáhaldi þessa dagana. Sætkartöflurnar eru hollar og góðar og gleðja með sínum fögru litum. Þær er gott að bera fram með þessu einfalda avacado aioli, sem gefur þeim ákveðinn ferskleika svo þær verða enn betri, einmitt þegar maður hélt það væri ekki hægt.

IMG_7573 IMG_7574 IMG_7582

IMG_7591

IMG_7613

 

Spicy sætkartöflufranskar
2 sætar kartöflur, skornar í franskar
2 msk kókosolía,fljótandi
3 msk chillímauk, t.d. minched hot chili frá Blue dragon
½ tsk salt
25 g möndlumjöl, t.d. Almond flour frá NOW

Avacado aioli
2 avacado
1 tsk hvítlauksrif, rifið
½ tsk salt
1 msk safi úr sítrónu

  1. Hellið kókosolíunni yfir sætkartöflufranskarnar.
  2. Bætið chillímaukinu saman við og blandið vel saman.
  3. Bætið síðan möndlumjölinu saman við ásamt saltinu og þekjið allar franskarnar.
  4. Setjið kartöflurnar á ofnplötu með smjörpappír og látið inn í 180°c heitan ofn í um 20 mínútur. Hrærið einstaka sinnum í þeim svo þær brenni ekki við.
  5. Gerið avacadómaukið með því að setja öll hráefnin í matvinnsluvél og mauka vel (ef þið eigið ekki blandara notið gaffal).
  6. Berið fram með t.d. kjúklingi, fiski eða góðri steik og njóóóóótið!

Leave your comment to Cancel Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.