Snickerssæla

Home / Kökur & smákökur / Snickerssæla

Ég er gjörsamlega forfallinn aðdáandi þessarar snilldar Snickerssælu sem er ofureinföld í gerð og svo ótrúlega góð að ég á erfitt með að finna réttu orðin til að lýsa því. Hvet ykkur því bara til að baka, smakka og njóta sjálf…og muna að láta vita hvernig ykkur líkaði.

IMG_8356

IMG_8378

IMG_8380

IMG_8389

Snickerssæla
Botn
6 eggjahvítur
450 g sykur
2 tsk vanillusykur
2 tsk lyftiduft
1 pk ritz kex (200 g), sett í nokkra hringi í matvinnsluvél
300 g salthnetur, saxaðar gróft

Súkkulaðikrem
100 g smjör
200 g suðusúkkulaði
100 g flórsykur
6 eggjarauður

  1. Þeytið saman eggjahvítur og sykur þar til blandan er orðin að marengs, stífur og glansandi (ca. 5-10 mínútur). Bætið vanillusykri og lyftidufti varlega saman við með sleif og hellið síðan muldu ritz kexi og salthnetum út í skálina og blandið varlega með sleifinni.
  2. Setjið smjörpappír á ofnplötu og hellið marengsinum á hann og dreifið vel úr. Látið inn í 200°c heitan ofn í 15-20 mínútur. Takið hann síðan út og látið kólna í forminu.
  3. Gerið súkkulaðikremið með því að bræða smjör og súkkulaði saman í potti við lágan hita. Hrærið eggjarauður og flórsykur saman í hrærivél þar til blandan er orðin létt og ljós og hellið síðan súkkulaðiblöndunni hægt og rólega saman við.
  4. Setjið súkkulaðikremið á kökuna meðan hún er enn volg og látið það harðna áður en kakan er skorin niður í bita.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.