Heimsins bestu kanilsnúðar

Home / Brauð & samlokur / Heimsins bestu kanilsnúðar

Um daginn bakaði ég þessa kanilsnúða í fyrsta sinn og sagði frá því á instagram síðu GulurRauðurGrænn& salt að mér hefði verið lofað því að þetta væri uppskriftin af heimsins bestu kanilsnúðum. Ég sagði að ef þeir stæðust væntingar myndu þeir að sjálfsögðu rata inn á síðuna og viti menn…taddarraraaaa, hér eru þeir mættir: Heimsins bestu kanilsnúðar.

IMG_8823-2

 

IMG_8732 IMG_8738 IMG_8742IMG_8758

Heimsins bestu kanilsnúðar
Snúðar
1 kg hveiti
5 dl mjólk, fingurvolg
½ bréf þurrger
125 g sykur
1 tsk kardemommudropar (eða vanilludropar)
½ tsk salt
1 egg
150 g smjör, skorið í litla teninga

Fylling
125 g smjör, mjúkt
2 msk kanill
6 msk sykur
1 egg og perlusykur til skrauts

  1. Blandið mjólk og geri saman í skál. Hellið öllum hráefnunum fyrir bolludeigið í skál, að smjörinu undanskildu og hrærið. Bætið smjörinu saman við og hnoðið því vel saman við í allt að 10 mínútur.
  2. Setjið plastfilmu yfir skálina og látið deigið hefast í amk. klukkustund.
  3. Skiptið deiginu í tvennt og fletjið út í ca. 60 cm breiðan ferning.
  4. Blandið kanil og sykri saman í skál.
  5. Smyrjið 1/2 af smjörinu á deigið og stráið síðan helmingi af kanilsykrinum yfir smjörið. Leggið deigið saman og skerið í 12-14 lengjur. Snúið upp á lengjurnar og vefjið þær saman í snúð, annar endinn upp og hinn niður (engar áhyggjur þið fattið þetta). Gerið eins með hinn helminginn af deiginu. Ef þið viljið getið þið að sjálfsögðu gert snúðana á hinn venjubundna máta, en þessir líta bara svo vel út og gaman að prufa eitthvað nýtt.
  6. Látið snúðana hefast í um hálftíma. Penslið með léttþeyttu eggi og stráið perlusykri yfir.
  7. Setjið inn í 225°c heitan ofn í um 10-12 mínútur eða þar til þeir eru orðnir gylltir.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.