Frosin ostakaka með Dumle karmellukremi og makkarónubotni

Home / Kökur & smákökur / Frosin ostakaka með Dumle karmellukremi og makkarónubotni

Þessi kaka sameinar hvort tveggja ostaköku og ís og því óhætt að segja að hún hafi allt sem til þarf til að slá í gegn, enda gerði hún það. Karmellukremið er ekkert svo að skemma fyrir, eða makkarónubotninn..ónei. Svo er líka svo þægilegt að hana má gera fram í tímann og taka svo úr frysti þegar að gesti ber að garði.

IMG_9240 IMG_9229

Frosin ostaterta með karmellukremi
Botn
130 g makkarónukökur
100 g smjör , brætt

Fylling
300 g rjómaostur
130 g flórsykur
1 tsk vanilludropar
5 dl rjómi þeyttur

Karmellukrem
150 g sýrður rjómi
200 g Dumle karmellur

  1. Blandið smjöri og muldum makkarónum vel saman. Setjið í formið og breiðið varlega úr blöndunni (ekki þrýsta mjög fast niður).
  2. Hrærið rjómaost, flórsykur og vanilludropa vel saman og blandið síðan þeyttum rjóma saman við. Hellið blöndunni ofan á makkarónubotninn og sléttið vel úr.
  3. Brærið sýrða rjómann og Dumle karmellurnar varlega í vatnsbaði. Kælið karmellusósuna og hellið síðan yfir blönduna í forminu. Frystið.
  4. Berið kökuna fram hálffrosna með berjum og/eða berjasósu með.

Leave your comment to Cancel Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.