Kakan sem mátti borða í morgunmat

Home / Eftirréttir & ís / Kakan sem mátti borða í morgunmat

Það er löngu orðið tímabært að birta uppskrift af köku sem bæði nærir og gleður en þá á svo sannarlega við um þessa hráfæðiköku.  Hún er stútfull af góðri næringu og inniheldur meðal annars kasjúhnetur, döðlur, ber, kókosvatn og svona mætti lengi telja. Kaka sem má jafnvel borða í morgunmat með góðri lyst og svíkur engan. Njótið vel!

IMG_9574

 

IMG_9588

IMG_9592

 

Hráfæðikaka með “súkkulaði”- og jarðaberjafyllingu
“Súkkulaði” fylling
250 g kasjúhnetur
2 bananar
170 g döðlur, steinlausar
60 ml kókosolía, fljótandi
½ tsk vanilludropar
60 ml kókosvatn eða möndlumjólk

Jarðaberjatoppur
300 g berjablanda (t.d. jarðaber og bláber), frosin (ég hafði jarðaberin í meirihluta)
220  ml möndlumjólk eða kókosvatn
1 banani eða 170 g döðlur

  1. Blandið öllum hráefnunum fyrir súkkulaðibotninn saman í matvinnsluvél og maukið vel saman. Setjið súkkulaðiblönduna í form hulið plastfilmu í botninum (það gerir það einfaldara að taka úr forminu). Setjið í frysti.
  2. Gerið jarðaberjafyllinguna með því að blanda öllu saman í matvinnsluvél þar til það er orðið mjúkt. Setjið þá varlega yfir súkkulaðibotninn. Frystið í amk. 2-3 tíma.
  3. Berið fram með með ferskum berjum.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.