Fléttubrauð

Home / Brauð & samlokur / Fléttubrauð

Þetta brauð kemst klárlega inn á topp 5 listann yfir bestu brauðin. Dásamlega mjúkt og bragðgott fléttubrauð sem er ofureinfalt í gerð og vekur svo sannarlega lukku viðstaddra. Svo skemmir ekki fyrir hvað það verður fagurt!

IMG_7898
IMG_7906

Fléttubrauð
5 tsk þurrger
5 dl ylvolgt vatn, ekki meir en 37 gráður á celsíus
2 tsk salt
1 msk sykur
2 egg
4 msk matarolía
16 dl hveiti

  1. Leysið gerið upp í volgum vökvanum. Hærið það síðan upp. Næst eru eggin, sykurinn, olían og saltið sett út í. Hrærið vel saman þar til það kemur froða í vökvann. Hveitinu er síðan hrært smátt og smátt saman við vökvann. Látið lyftast í eina klukkustund á volgum stað.
  2. Takið nú deigið úr skálinni og hnoðið. Bætið hveiti við eftir þörfum. Skiptið deiginu síðan í þrjá hluta, rúllið í lengjur og fléttið lengjurnar. Látið hefast á hlýjum stað í um 30 mínútur.
  3. Penslið brauðið með eggi og setjið það því næst inn í 180°c heitan ofninn. Bakið í 35-40 mínútur eða þar til skorpan er orðin gullin.

Leave your comment to Cancel Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.