Kanilsnúðar á 30 mínútum

Home / Fljótlegt / Kanilsnúðar á 30 mínútum

Jæja krakkar mínir, nú ætlum við aðeins að lyfta okkur upp. Ekki veitir af í þessu veðri sem dynur á okkur og virðist engan endi ætla að taka. Best að misnota aðstöðu mína og auglýsa hér með eftir sumrinu!
En nóg um það, enn frekari ástæða til að baka og á dögunum gerðum ég og krakkarnir þessa dásamlegu snúða. Snilldin við þá eru að þeir eru svo ofur fljótlegir í gerð og innihalda hvorki ger eða egg. Börnin ráða auðveldlega við að skella í eina svona uppskrift á meðan fullorðna fólkið liggur með tærnar upp í loftið og býður eftir góðgætinu..eða svona næstum því.

JOS-81005

Ef að þeir klárast ekki í fyrstu umferð að þá er frábært að eiga góð box til að geyma þá í. Ég er mikill aðdáandi Joseph Joseph línunnar sem fæst í Epal , en hún er litrík, handhæg, ásamt því að vera á viðráðanlegu verði. Geymsluboxin frá Joseph Joseph eru einmitt sniðug geymslubox sem spara pláss. Boxin og lokin raðast einfaldlega ofan í hvert annað og taka sama pláss og eitt box. Boxin og lokin raðast einnig saman eftir litum (gulur, rauður, grænn og…) sem er afar hentugt þegar taka á saman mat í flýti.

Á facebook síðu GulurRauðurGrænn&salt erum við núna með gjafaleik í gangi þar sem heppinn aðili getur einmitt unnið svona bráðsniðugt geymslubox. Endilega takið þátt í þeim leik og þið gætuð eignast þetta stórglæsilega geymslubox undir 30 mínútna kanilsnúðana…þar að segja ef það verður einhver afgangur.

 

IMG_0010

Kanilsnúðar á 30 mínútum
550 g hveiti
5 tsk lyftiduft
1 dl sykur
100 g smjör, brætt
3 1/2 dl mjólk

50 g smjör, brætt
kanilsykur

  1. Blandið hveiti, lyftidufti, sykri, smjöri og mjólk saman og hnoðið vel.
  2. Fletjið deigið út í ílangan ferning, penslið með bræddu smjöri og stráið kanilsykri yfir. Rúllið deiginu þétt upp og skerið lengjuna í sneiðar.
  3. Setjið á bökunarplötu með smjöpappír og bakið við 180°c í um 15 mínútur eða þar til þeir eru orðnir gylltir að lit.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.