Túnfisksalat með kjúklingabaunum, hvítlauk og steinseljuPrenta

Ég er búin að vera með löngun í gott túnfisksalat í nokkurn tíma en hingað til ekki dottið á réttu uppskriftina…fyrr en nýlega. Þessi uppskrift er skemmtilegt og öðruvísi og ótrúlega bragðgóð. Þetta túnfiskssalat inniheldur meðal annars kjúklingabaunir, hvítlauk, sítrónu, steinselju og fetaost, er meinhollt, frábært með hrökkkexi og vekur ávallt lukku. Ég mæli svo sannarlega með að þið prufið þessa dásemd.

IMG_1572-2

IMG_1574-2

 

Túnfisksalat með kjúklingabaunum, hvítlauk og steinselju
2 x 400 g dósir kjúklingabaunir, vatnið tekið frá
2 x 140 g dósir túnfiskur í vatni, vatnið tekið frá
3 plómutómatar, saxaðir
1 rauðlaukur, saxaður smátt
1 búnt fersk steinselja, söxuð smátt
½ búnt fersk mynta, söxuð smátt
½ tsk fínrifinn sítónubörkur
3 msk sítrónusafi
1 msk ólífuolía
2 hvítlauksrif, pressuð
3 msk fetaostur, smá olía með
salt og pipar

  1. Blandið öllu saman í skál og hrærið vel saman.
  2. Berið fram með hrökkkexi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *