Þegar einfalt er einfaldlega langbest

Home / Fljótlegt / Þegar einfalt er einfaldlega langbest

Spaghetti aglio e olia er líklega einn vinsælasti pastaréttur Ítala. Hann grípa þeir gjarnan í þegar komið er heim seint að kvöldi, enda er rétturinn fljótlegur í gerð og ekki skemmir fyrir hversu vel hann bragðast. Ólífuolíuna nota þeir hiklaust á allt sem þeir geta en ég er hinsvegar það mikill aðdáandi íslenska smjörsins að mér þykir það ómissandi og skipti því óhikað út fyrir olíuna í þessum rétti, dæmi nú hver fyrir sig.

Rétturinn er tilvalinn þegar tíminn er af naumum skammti en ykkur langar engu að síður í eitthvað gott. Reyndar er þetta svo fullkominn pastaréttur í einfaldleika sínum að ég býð óhikað upp á hann í matarboðum með góðu víni. Já stundum er það bara þannig að einfalt er einfaldlega langbest.

 

IMG_3337

 

IMG_3353

 

Spaghetti aglio 
180 g spaghetti, t.d.Pasta di semola frá Rustichella d’abruzzo (mæli óhikað með því)
klípa sjávarsalt
2-5 hvítlauksgeirar (ég nota hiklaust 5), saxaðir
1/2-1 chili, skorið i þunnar sneiðar
2 kúfaðar msk smjör (eða 6 msk ólífuolía)
fersk steinselja, söxuð
pamersan, fínrifinn

  1. Sjóðið pastað skv. leiðibeiningum með smá sjávarsalti.
  2. Bræðið smjörið á pönnu en varist að hitinn sé of mikill þannig að smjörið brenni (ég hafði helluna stillta á ca 4-5).
  3. Steikið hvítlauk og chilí á pönnunni í smá stund eða þar til hvítlaukurinn er farinn að ilma og breyta um lit (varist að brenna hann).
  4. Þegar pastað er fullsoðið “al dente” hellið vökvanum frá, setjið í skál og bætið smjöri, hvítlauk og chillí saman við ásamt steinselju og parmesan.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.