Heimabökuð kanillengja með súkkulaðiglassúr og möndluflögum + gjafaleikurPrenta

Að þessu sinni er komið að uppskrift sem ætti að vekja mikla lukku hjá lesendum GulurRauðurGrænn&salt. Uppskrift af kanillengju með súkkulaðiglassúr og möndluflögum sem er hættulega góð og þú vilt alls ekki baka nema þú eigir von á gestum.

Fyrir okkur kaffielskendur er gott bakkelsi fullkomnað með góðu kaffi og þá er nauðsynlegt að eiga góða kaffikönnu. Fyrst ég minnist á það vil ég meina að það er löngu komin tími á að ég geri vel við lesendur síðunnar og ætla því í samstarfi við Ormsson að bregða á leik fram til jóla og gleðja lesendur síðunnar með ýmsum flottum eldhúsvörum sem verslunin hefur upp á að bjóða.

 

bodum

 

Við skulum bara byrja þessa gjafagleði á þessari ofurfögru Bodum CHAMBORD kaffikönnu. Mín uppáhalds er bronslituð en hana má fá í fleiri litum að smekk hvers og eins. Kaffikannan er klassísk pressukanna sem gefur um 8 góða kaffibolla. Hér mætast bæði gæði og fegurð…er hægt að biðja um eitthvað meira?  Það eina sem þú þarft að gera er að skrifa við þessa færslu eða á facebook síðu okkar af hverju ÞÚ ættir að eignast Bodum CHAMBORD kaffikönnu frá Ormsson.

Kanillengjan er svo einföld í gerð og tiltölulega fljótleg og í lokin er súkkulaðiglassúr látið leka yfir hana sem setur að mínu mati punktinn yfir i-ið…..ummmm

IMG_4612-2

Kanillengjan góða

IMG_4412-2

 

IMG_4610

 

Heimabökuð kanillengja
Gerir 2 kanillengjur eða eina mjög stóra
Deig
1 bréf (12g)  þurrger
1,5 dl mjólk
2 egg
75 g sykur
450-500 g hveiti
200 g mjúkt smjör

Kanilkrem
200 g smjör
200 g sykur
4 msk kanill

  1. Hitið mjólkina þar til hún er fingurvolg og bætið þá gerinu saman við.
  2. Leyfið að standa í nokkrar mínútur og hrærið síðan eggjum og sykri saman við.
  3. Hnoðið síðan smjöri og hveiti saman við og látið deigið hefast í 30 mínútur.
  4. Gerið kanilkremið með því að hræra smjör, sykur og kanil vel saman.
  5. Skiptið deiginu því næst í 2 kúlur. Rúllið þeim í 2 ferninga ca. 30×40 cm og smyrjið kanilkremið á deigið. Það er gott að hafa ríflegt magn af kanilkremi en ég notaði það samt ekki alveg allt. Klippið síðan í deigið eins og sést á myndunum og lokið síðan til skiptis þar til vínabrauðið er alveg lokað.
  6. Penslið deigið að lokum með léttþeyttu eggi. Leyfið að hefast í 45 mínútur. Bakið síðan í 200°c heitum ofni í 18-20 mínútur.

Súkkulaðiglassúr
400 g flórsykur
6 msk kakó
2 tsk vanilludropar
70 g smjör, brætt

  1. Öllu blandað saman og þynnt með vatni eða kaffi. Hellt yfir vínabrauðin, magn að eigin smekk.
  2. Stráið möndluflögur yfir ef þið eigið slíkt.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *