Áramótabomba með Rice Krispies marengs, Pipp súkkulaðirjóma og karamellusósu

Home / Jólin / Áramótabomba með Rice Krispies marengs, Pipp súkkulaðirjóma og karamellusósu

Nú er komið að áramótum og á þessum tímamótum er nú ekki úr vegi að hafa góðan og girnilegan eftirrétt. Þessi áramótabomba birtist í kökublaði Vikunnar fyrir mörgum árum síðan en það var Þórunn Lárusdóttir sem deildi þessari uppskrift með lesendum hennar og er hér komin fyrir ykkur að njóta. Hvort sem árið endar eða byrjar með þessari bombu skiptir engu, þessi getur ekki klikkað.

IMG_6106-2

 

Áramótabomba
6 eggjahvítur
180 gr sykur
70 gr púðursykur
1/2 tsk borðedik
2 dl Rice Krispies

  1. Stífþeytið eggjahvítur, sykur, púðursykur og borðedik og bætið síðan rice crispies út í. mótið litlar bollur á bökunarpappír ( varist að hafa þær of nálægt hvor annarri því þær stækka við bakstur). Bakið við 150 C í 20 mín ( í blástursofni). Látið kökurnar kólna í ofninum og passið að opna ekki ofninn á meðan þær kólna.

Fylling
3 pelar rjómi
Pipp piparmyntsúkkulaði
Vanilluís

  1. Þeytið rjómann, skerið myntusúkkulaðið í bita og blandið saman við.

Skreyting
30-100 gr Nóa Síríus suðusúkkulaði, brætt í vatnsbaði
fersk jarðaber
Karamella  (sjá uppskrift)

Karamella
2 1/2 dl rjómi
1 1/2 msk sykur
3 msk síróp
smjörklípa
vanilludropar

  1. Hitið rjóma, sykur og síróp í u.þ.b. hálfa klukkustund og bætið síðan við smjörklípu og vanilludropum (eftir smekk)

Samsetning

  1. Raðið marengsbollum á kökudisk og setjið mynturjóma og vanilluís ofaná þær.
  2. Raðið síðan annarri umferð af marengsbollum, rjóma og ís ofaná og svo koll af kolli þar til myndast hefur píramídi þar sem marengsbolla trónir á toppnum. Skreytið með bræddu súkkulaði, karamellu og jarðaberjum.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.