15 vinsælustu uppskriftir ársins 2015

Home / Vinsælast / 15 vinsælustu uppskriftir ársins 2015

Nú þegar við kveðjum hið góða ár 2015 og tökum á móti nýju ári er ekki úr vegi að líta yfir farinn veg og renna yfir vinsælustu uppskriftir ársins 2015.

Í fyrstu ætluðum við okkur að hafa uppskriftirnar tíu en svo voru bara svo margar sem þóttu eiga skilið að vera á listanum þannig að hér fáið þið fimmtán frábærar uppskriftir sem þið hreinlega verðið að prufa.

Uppskriftarsíðan GulurRauðurGrænn&salt var stofnuð í september árið 2012 og er því að detta í sitt fjórða aldursár. Vinsældir síðunnar hafa aukist með hverju árinu sem þýðir að eitthvað er verið að gera rétt en áhersla okkar er á uppskriftir sem eru hvort í senn einfaldar og fljótlegar, með fjölbreytnina að leiðarljósi. Frá upphafi hefur undirrituð séð um uppskriftir, uppsetningu og ljósmyndir síðunnar,  en nýlega bættist Anna Rut Ingvadóttir í hópinn með áherslur á uppskriftir fyrir aðila með mataróþol og/eða ofnæmi og með þeirri viðbót teljum við að við munum ná að auka fjölbreytileikann enn frekar. Við bjóðum Önnur Rut innilega velkomna til liðs við okkur.

Við þökkum ykkur lesendur góðir kærlega fyrir samfylgdina og vonum að okkur takist að einfalda ykkur lífið að einhverju leyti og að þið munið njóta þess sem við bjóðum uppá árið 2016.

Kveðja,

Berglind Guðmundsdóttir

 

IMG_1873 (1)

1. Lambaskankar með rótargrænmeti

Lambaskankarnir slógu heldur betur í gegn þegar þessi færsla birtist enda skal engan undra, hér er á ferðinni einföld uppskrift eldað á skemmtilegan hátt með rótargrænmeti. Huggulegur matur yfir vetratímann.

IMG_3337

2. Einfaldi pastarétturinn

Pasta sem er ofureinfalt en svo fullkomið í einfaldleika sínum. Gott pasta, hvítlaukur og steinselja gera þennan rétt af því sem hann er…snilld.

 

múslíbitar

3. Fljótlegir múslíbitar með hnetusmjöri og ristuðum möndlum

Þessir múslíbitar með hnetusmjöri og ristuðum möndlum eru í miklu uppáhaldi hjá okkur. Fljótlegir í gerð og ótrúlega bragðgóðir og gott að hafa við höndina þegar að manni langar í eitthvað sætt.

IMG_7180

4. Nachos kjúklingaréttur með mexíkó rjómaostasósu

Ummmmm þessi er dásamlegur…… Kjúklingur, nachos og rjómaostasósa, þarf að segja eitthvað fleira?

 

IMG_2833-2

5. Einfaldir Oreo ostakökubitar

Yndisleg Oreo ostakaka sem bráðnar í munni. Frábær með kaffinu.

IMG_2432

6. Ofurnachos með sætkartöflum, bræddum mozzarellaosti og öðru gúmmelaði

Þegar þessi uppskrift birtist trylltist allt sem er vel skiljanlegt því þessi réttur hefur það allt. Hann er lítríkur, fallegur, hollur og bragðgóður. Snarl eða léttur kvöldverður eins og hann gerist bestur.

IMG_1574-2

7. Túnfisksalat með kjúklingabaunum og steinselju

Ótrúlega bragðgott túnfisksalat með kjúklingabaunum og steinselju. Skemmtilega frábrugðið því sem að við eigum að venjast en ó svo gott og frábært með hrökkkexi.

 

IMG_0145

8. Rosaleg sælgætiskaka með Rice Krispies

Þessi er í uppáhaldi hjá mörgum enda algjör snilld. Rosaleg bomba sem slær ávallt í gegn.

IMG_3338

9. Fiskréttur með eplum, beikoni og camembertosti

Nafnið eitt og sér lætur mann fá vatn í munninn. Hér er á ferðinni fullkominn réttur fyrir þá sem vilja setja fiskinn í smá sparibúning.

 

IMG_0250

10. Karmellukornflexnammi með lakkrísbitum

Ólýsanlega gott Kornflexnammi með lakkrísbitum sem einfalt er að gera og slær ávallt í gegn….ummmm.

 

IMG_9212-3

11. Satay kjúklingasalat fyrir sælkera

Frábær uppskrift að salati undir tælenskum áhrifum. Hollt og svo dásamlega bragðgott.

IMG_9240

12. Frosin ostakaka með Dumle karmellukremi og makkarónubotni

Besta ísterta allra tíma með Dumle karmellukremi og makkarónubotni. Einföld, fljótleg og frábær.

IMG_7937-2

13. Uppáhalds kjúklingarétturinn með piparosti, hvítlauk og pestó

Þessi uppskrift kom frá lesanda GulurRauðurGrænn&salt og óhætt að segja að hún sé af þeim allra vinsælustu sem hefur birst á vefnum. Kjúklingabringur eldaðar í piparosti, hvítlauk og pestó eldað. Réttur sem er hvort í senn einfaldur og ómótstæðilegur og algjörlega nauðsynlegt að prufa.

 

IMG_7462

14. Trylltar Flødeboller að hætti dana

Jisúss…þessar eru kreiiiiiizí.

 

IMG_7591

15. Spicy sætkartöflufranskar með avacado aioli

Fagrar, hollar, bragðgóðar sætkartöflufranskar með ómótstæðilegu avacado aioli. Ef þið hafið ekki prufað þær nú þegar látið þær á listann.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.