Tælensk fiskisúpa

Home / Fljótlegt / Tælensk fiskisúpa

Þessi dásamlega fiskisúpa er hin besta byrjun á góðu ári. Hún er ofureinföld í gerð og svo fersk og bragðgóð að ég veit að hún mun slá í gegn hjá ykkur eins og hún gerði hjá mér og minni fjölskyldu. Hún er létt í maga og meinholl sem skemmir að sjálfsögðu ekki fyrir ef þið hafið verið í svipuðum gír og ég um jólin. Njótið vel kæru vinir.

 

IMG_6314

Ofureinföld tælensk fiskisúpa
1 bolli hrísgrjón
2 msk smjör
500 g risarækjur
salt og pipar
2 hvítlauksrif, pressuð
1 laukur, smátt skorinn
1 rauð paprika, rauð, smátt skorin
1 msk rifið engifer
2 msk rautt karrý, Red curry paste frá Blue dragon
2 dósir kókosmjólk, t.d. Coconut milk frá Blue dragon
960 ml nautasoð (eða vatn og 3-4 nautakraftar í teningum)
Safi af 1 límónu
Kóríander til skreytingar (má sleppa)

  1. Sjóðið hrísgrjónin í 1 ½ bolla af vatni. Takið til hliðar og geymið.
  2. Bræðið smjörið í potti við meðalhita og bætið risarækjunum út á pönnuna. Steikið þar til þær eru orðnar bleikar að lit eða í 2-3 mínútur og hrærið reglulega í þeim. Saltið og piprið að eigin smekk. Takið þær úr pottinum og geymið.
  3. Setjið hvítlauk, engifer, lauk og papriku í pottinn og steikið í 3-4 mínútur eða þar til grænmetið er farið að mýkjast. Bætið rauðu karrý saman við og hrærið í 1 mínútu.
  4. Bætið því næst nautasoði og kókosmjólk saman við og hrærið stöðugt í súpunni í 1-2 mínútur svo þetta blandist allt vel saman. Hitið að suðu, lækkið þá hitann og látið malla í um 10 mínútur.
  5. Bætið að lokum risarækjum, hrísgrjónum, límónusafa og kóríander saman við. Berið strax fram.

Leave your comment to Cancel Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.