Eggja- og mjólkurlausar bollur með hindberjasultu og kókosrjóma

Home / eggjalaust / Eggja- og mjólkurlausar bollur með hindberjasultu og kókosrjóma

Í ár er fyrsti bolludagurinn eftir að uppgötvaðist að ég væri með eggjaofnæmi. Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi vatnsdeigsbolla og vorkenndi mér því svakalega að geta ekki lengur fengið svoleiðis. Ég hafði séð einhverjar gerdeigsbollu uppskriftir án eggja en í minningu minni voru gerdeigsbollur þurrar og óspennandi – hálfpartinn eins og brauðbollur með rjóma og því langaði mig ekkert í svoleiðis. Þess vegna er ég í skýjunum með þessa uppskrift. Þetta er sko ekkert líkt gömlu gerbollunum heldur minnir þetta frekar á berlínarbollur með rjóma og súkkulaði. Núna sakna ég vatnsdeigsbollana ekkert lengur og finnst þessar í raun ná að toppa þær. Dóttir mín sem má alveg borða hefðbundnar bollur er sammála mér og vill frekar fá þessar í ár. Þið sem eruð eggjalaus, vegan eða einfaldlega viljið prófa nýja tegund af bolludagsbollum þetta er uppskriftin fyrir ykkur.

Bollukveðjur,
Anna Rut.

vegan bollur

Mjólkur og eggjalausar bolludagsbollur (Vegan)
125g smjörlíki
3 ½ dl mjólk að eigin vali (ég notaði Koko kókosmjólk í fernu)
50 g pressuger eða 5 tsk þurrger
1 dl sykur
1 tsk kardemommudropar eða vanilludropar
10 dl hveiti

  1. Bræðið smjörlíkið í mjólkinni og kælið síðan blönduna niður í sirka 37-38 gráður.
  2. Leysið gerið upp í blöndunni.
  3. Hrærið sykrinum og kardemommudropunum saman við.
  4. Setjið síðan hveitið og vökvann saman í skál og hnoðið vel þar til deigið er mjúkt.
  5. Látið deigið hefast í 45 mínútur.
  6. Hnoðið deigið og bætið við örlítilu hveti ef þarf. Athugið þó að deigið á að vera frekar blautt.
  7. Skiptið deiginu upp í 15-20 bollur og látið þær hefast á bökunarplötu með smjörpappír í 10 mínútur.
  8. Penslið bollurnar létt með volgri mjólk að eigin vali (má sleppa)
  9. Bakið við 225°C í 10 – 15 mínútur
  10. Látið bollurnar kólna alveg og setjjið síðan fyllingu að eign vali á milli og annað hvort súkkulaði, glassúr eða flórsykur ofan á.

Ég setti á milli hindberjasultu og kókosmjólkurrjóma, en einnig er til mjög góður þeytanlegur sojarjómi frá Soyatoo.

Kókosmjólkurrjómi
2 dósir kókosmjólk sem hafa verið inn í ísskáp yfir nótt
1 tsk vanilludropar
1 msk hlynsýróp (eða önnur sæta)

  1. Þegar að kókosmjólk hefur verið inn í ísskáp yfir nótt sest kókosrjóminn efst í dósina. Takið kókosrjómann úr dósunum með skeið og setjið í rjómasprautu. Kókosvatnið er ekki notað í þessa uppskrift en ég mæli með að geyma það og nota í boost.
  2. Setjið vanilludropana og hlynsýrópið í rjómasprautuna.
  3. Hristið rjómasprautuna vel og sprautið síðan rjómanum á bollurnar

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.